Jessie J opnar sig um baráttu sína við kvíða og þunglyndi. Hún sagði frá erfiðleikum sínum í myndbandi á Instagram í gær.
Í myndbandinu, sem er hluti af myndbandi sem var upprunalega streymt „live,“ heldur Jessie aftur tárunum á meðan hún spilar á píanó og syngur.
Hún segir að henni hafi liðið frekar „off“ upp á síðkastið og ákvað að tjá tilfinningar sínar í gegnum tónlistina
„Ég vissi ekki að ég myndi gráta. Ég var „live“ í mínútu eða tvær fyrir þetta augnablik. En það er mikilvægt að vera opin með að okkur líður ekki alltaf vel,“ skrifar Jessie með myndbandinu.
https://www.instagram.com/p/BuOz1bCHzHI/
Söngkonan vill vera fyrirmynd fyrir yngri og eldri kynslóðir og sýna að það er í lagi að vera berskjölduð og opin með tilfinningar sínar.
„Á okkar tímum og þessum heimi (sérstaklega félagslegum heimi) er því miður varnarleysi (e. vulnerbility) oft séð sem veikleiki og ungu fólki er nánast kennt að fela sínar raunverulegu tilfinningar á bak við fullkomna glansmynd.“
Að lokum segir Jessie: „TALIÐ við fólk sem þið elskið þegar ykkur líður illa. Ekki þjást í þögn. Lífið er of stutt og það VERÐUR ALLTAF BETRA.“