fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024

Eftirminnilegustu kjólarnir á Óskarnum: Björk á enn þann umdeildasta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 24. febrúar 2019 17:31

Alltaf spennandi að fylgjast með kjólunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðalunin verða afhent í nótt vestan hafs. Mörgum finnst jafnvel skemmtilegra að fylgjast með dressunum á rauða dreglinum frekar en hver hreppið hnossið, en hér eru nokkrir eftirminnilegir kjólar og dress sem stálu senunni

Barbra Streisand – árið 1969

Leikkonan Barbra Streisand var jöfn Katharine Hepburn sem besta leikkonan þetta árið. Hún hins vegar gerði sér ekki grein fyrir því að kjóllinn, sem var úr smiðju Arnold Scaasi, væri gagnsær fyrr en hún steig upp á sviðið. Hún gleymir því eflaust aldrei. Á myndinni stendur hún á milli Jack Albertson og Anthony Harvey.

Dionne Warwick – árið 1972

Enn er ekki ljóst hver hannaði satínsmókinginn sem Dionne Warwick klæddist á hátíðinni, en hann vakti klárlega mikla athygli. Hér er hún með eiginmanni sínum, William Elliott og systur sinni, Dee Dee.

Diane Keaton – árið 1978

Leikkonan Diane Keaton er þekkt fyrir að klæðast fötum sem fólk sér oftast á karlmönnum og klæddist dressi frá Ruth Morley á Óskarnum árið 1978. Þess má geta að Diane veitti fjölmörgum konum innblástur á þessum tíma þegar kom að fatavali. Sannkallaður frumkvöðull.

Farrah Fawcett – árið 1978

Leikkonan og fyrirsætan Farrah Fawcett klæddi sig upp sem sjálf Óskarsstyttan þegar hún steig upp á svið ásamt Marcello Mastroianni.

Cher – árið 1986

Þetta lúkk úr smiðju Bob Mackie gleymist seint, en Cher lét hafa eftir sér í samtali við Vogue að hún sæi eftir því að hafa klæðst þessari múnderingu á Óskarnum. „Ég vissi að nokkrir í akademíunni töldu mig ekki vera alvöru leikkonu,“ sagði hún.

Madonna – árið 1991

Madonna mætti á Óskarinn með poppkóngnum Michael Jackson og klæddist skjannahvítum kjól og pels úr smiðju Bob Mackie. Hún stal svo sannarlega senunni.

Sharon Stone – árið 1998

Leikkonan Sharon Stone mætti á rauða dregilinn í karlmannsskyrtu úr versluninni Gap og satínpilsi frá Veru Wang. Hér er hún með Phil Bronstein.

Celine Dion – árið 1999

Manneskjan sem nær næstum því að toppa Björk okkar Guðmundsdóttur er söngkonan Celine Dion sem mætti í öfugum smóking frá John Galliano.

Björk Guðmundsdóttir – árið 2001

Talandi um Björk, þá þykir svanakjóllinn hennar enn þá sá umdeildasti, en það var Marjan Pejoski sem hannaði hann.

Halle Berry – árið 2002

Þessi kjóll úr smiðju Elie Saab sem leikkonan Halle Berry klæddist féll heldur betur í kramið hjá tískugagnrýnendum og eru hönnunarmógúlar enn að tala um hann öllum þessum árum seinna.

Gwyneth Paltrow – árið 2002

Þetta var klárlega mjög ögrandi dress frá meistara Alexander McQueen og mætti jafnvel halda því fram að leikkonan Gwyneth Paltrow hafi verið á undan sinni samtíð þegar kemur að byltingunni #freethenipple.

Zoe Saldana – árið 2010

Þessi Givenchy-kjóll sem leikkonan Zoe Saldana klæddist hafði það allt og var gjörsamlega yfirdrifinn. Kjóll sem fólk elskar að hata og hatar að elska.

Angelina Jolie – árið 2012

Það má með sanni segja að fótleggur leikkonunnar Angelinu Jolie hafi brotið internetið og varð frægur yfir nóttu þökk sé þessum kjól frá Atelier Versace. Fótleggurinn var fótósjoppaður á ýmislegt og skemmtu margir sér konunglega yfir þessu lúkki.

Agnès Varda – árið 2018

Það eru ekki margir sem geta klæðst galla frá Gucci eins og leikstjórinn Agnès Varda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lokaorð Van Nistelrooy til leikmanna Manchester United

Lokaorð Van Nistelrooy til leikmanna Manchester United
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staða dómarans versnar hratt – Nú var myndband af honum að taka kókaín á miðju móti að leka út

Staða dómarans versnar hratt – Nú var myndband af honum að taka kókaín á miðju móti að leka út
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill 900 milljónir í árslaun frá og með næsta sumri

Vill 900 milljónir í árslaun frá og með næsta sumri
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.