fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Þau gifta sig á árinu

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 21:00

Ástin blómstrar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin blómstrar á árinu og fjölmörg pör hafa ákveðið að gifta sig í sumar, fræga fólkið þar á meðal. Tónlistarfólk, íþróttastjörnur, fjölmiðlafólk og samfélagsmiðlastjörnur. Hér eru fræg pör sem hyggjast hætta að lifa í synd árið 2019.

Tobba og Kalli
Trúlofuðust um jólin.

Ógleymanleg stund í Háskólabíói

Hin eina sanna Tobba Marinós, fjölmiðlakona og metsöluhöfundur, brast í grát þegar hennar heittelskaði Karl Sigurðsson bað hennar í desember. Karl gerði það í Háskólabíói á hinum víðfrægu jólatónleikum hljómsveitar hans, Baggalúts, þar sem fjöldi gesta fylgdist með. Undir lok tónleikanna sagði hann:

„Við erum allir ráðsettir menn og giftir, nema einn, svo ég var að spá: Tobba, viltu giftast mér?“

Tobba sagði já og kyssti verðandi eiginmann sinn. Fagnaði allur salurinn vel og innilega.

Dásamleg stund.

Fraus í bónorðinu

Knattspyrnustjarnan Gylfi Þór Sigurðsson, sem leikur með Everton í Englandi, sagði í helgarviðtali í DV síðastliðinn nóvember að hann hefði lengi ætlað sér að biðja Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Tók hann loks af skarið við matarborðið þar sem þau voru í fríi á Bahamaeyjum.

„Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni. Ég var búinn að fela hringinn og var með hann í rassvasanum.“

Gyfli fraus í bónorðsræðunni sjálfri sem hann hafði undirbúið, en náði að bjarga sér með nýrri sem hann spann á staðnum. „Hún sagði alla vega já,“ sagði Gylfi.

Músíkalskt par.

Söngstjörnur giftast

Söng- og turtildúfurnar Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason ákváðu, sumarið 2017, að gifta sig. Þau urðu fræg hvort í sinni hljómsveitinni, Salka með reggíbandinu Amabadama og Arnar með rappsveitinni Úlfur Úlfur, og kynntust á tónleikum.

Salka greindi frá trúlofuninni á Instagram-síðu sinni:

„Þessi spurði mig hvort ég vildi verða eiginkonan hans og ég sagði hell yeah bro!!“

Miklar breytingar hjá Sólrúnu og Frans

Sólrún Diego stendur í stórræðum.

Tími mikilla breytinga er þessa stundina í lífi samfélagsmiðlastjörnunnar Sólrúnar Diego. Hún er þekkt fyrir að gefa þrif- og húsráð á Snapchat og gaf út metsölubók fyrir þar síðustu jól. Hún hefur nú ákveðið að segja skilið við Snapchat og beina kröftum sínum að Instagram.

Þá eru líka breytingar á hennar einkahögum. Hún og unnusti hennar, Frans Veigar Garðarsson, eru að flytja í stórt hús í Mosfellsbænum og ganga í hnapphelduna í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.