fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Aníta Briem í bikiníi í fyrsta sinn: „Panikaði auðvitað og djöflaðist í ræktinni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 09:30

Aníta Briem.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sakna íslenska fólksins, því ég verð alltaf Íslendingur í kjarnann og aðeins á Íslandi líður mér eins og ég sé heima. Ég hlakka mikið til að koma núna og verja nokkrum mánuðum í tökum á Íslandi og leyfa dóttur minni að fara í íslenskan leikskóla í smátíma. Svo held ég áfram ferðalaginu,“ segir leikkonan Aníta Briem í viðtali við Albumm.

Aníta er á leiðinni heim, eftir áratug í Los Angeles, til að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ráðherrann, á móti Ólafi Darra Ólafssyni.

„Við erum nýbúin að ganga frá samningum svo það gleður mig mikið að segja frá því. Þar er Ólafur Darri í titilhlutverki en ég leik konuna hans, Steinunni. Sagan á sér stað í íslenskri pólitík, sem er auðvitað alveg einstök. Margt ótrúlega dínamískt getur gerst í íslenskri pólitík af því að, jú við erum Íslendingar og ekki alveg eins og fólk er flest! Það sem að heillaði mig ómælandi mikið er ástarsagan á milli þeirra hjóna. Við Ólafur Darri lásum handritið í fyrra sumar og segja má að ég sé mjög spennt að vinna með þessum dásamlega leikara. Þetta verður krefjandi og djúsí og ég gæti ekki verið glaðari,“ segir leikkonan knáa.

Fann taktinn í ræktinni

Nýjasta mynd Anítu, The Drone, var frumsýnd á Slamdance-hátíðinni nýverið.

„Þetta er spennutryllir sem við tókum upp fyrir um tveimur árum og er frekar lítil indie-mynd en ég hef reyndar ekki séð hana. Ætli ég sé ekki eitthvað að draga lappirnar, því þetta er fyrsta myndin þar sem ég var beðin um að vera í bikiní, þó í nafni kómedíu svo það var aðeins skárra. Það gæti verið að ég horfi aldrei á hana, nei ég segi bara svona. Ég leik svona klassískan vandræðagemsa svolítið „homage” til 80´s gamanmyndanna eins og Fast Times at Ridgemont High,“ segir Aníta, en hún var dugleg að hreyfa sig til að undirbúa sig fyrir hlutverkið.

„Vandamálið er að því flottari sem stelpan er, því meira vesen er það fyrir aðalpersónurnar og því áhugaverðara og fyndnara. Svo ég „panikaði“ auðvitað og djöflaðist í ræktinni til að komast á einhvern ásættanlegan stað, sem var svo frábært fyrir mig persónulega af því ég fann í fyrsta skiptið alvöru takt við ræktina og nýt ennþá góðs af þeim hamingjuhormónum sem fylgja því að stunda líkamsrækt. Svo ef ég bráðna niður í gólf af feimni og vandræðileika við að horfa á sjálfa mig í bikiní, hugsa ég bara, en takk samt fyrir að kenna mér að elska ræktina!“

Lesa má viðtalið við Anítu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 12 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.