Í gærkvöldi misstu Kylie Jenner og Ariana Grande nokkrar milljónir fylgjenda. Ástæðan fyrir því er ekki skyndilegt áhugaleysi á lífi stjarnanna, heldur galli hjá Instagram. Instagram skýrði frá málinu á Twitter í morgun en tók ekki fram hver orsökin væri.
Kylie Jenner og Ariana Grande eru tvær af vinsælustu stjörnum á Instagram. Í gær misstu þær báðar um þrjár milljónir fylgjenda.
Áhrifavaldar, eins og James Charles, misstu einnig fylgjendur í gærkvöldi.
why did I just lose over half a million followers @instagram wyd sis
— James Charles (@jamescharles) February 13, 2019
Þó svo að það er ekki mikið mál fyrir stjörnur eins og Kylie og Ariönu að missa fylgjendur, þá getur það verið stórmál fyrir áhrifavalda sem byggja afkomu sína á fylgjendatölum.
Instagram sagðist vita af vandamálinu og væri að reyna að laga það sem fyrst.
We’re aware of an issue that is causing a change in account follower numbers for some people right now. We’re working to resolve this as quickly as possible.
— Instagram (@instagram) February 13, 2019