fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025

Hildur María kemur fegurðarsamkeppni til varnar: „Svo miklu meira en að fara upp á svið á bikiníi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 17:00

Hildur María segir keppnina hafa breytt lífi sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin Hildur María Leifsdóttir bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Ísland árið 2016. Í YouTube-myndbandi fer hún ítarlega yfir þann draum sem hún hefur lifað eftir að hún hampaði kórónunni. Nú stendur yfir leit að keppendum í Miss Universe Ísland, en fegurðarsamkeppnin verður haldin síðar á þessu ári.

https://www.instagram.com/p/BsLnTjWgF1S/

Umdeild regla

Meðal inntökuskilyrða í keppninni er að keppendur þurfa að vera ógiftir og barnlausir. Hildur María segir þetta vera reglur frá Miss Universe Organization, ekki íslensku keppninni, og útskýrir hún nánar af hverju reglurnar eiga rétt á sér.

„Ástæðan fyrir þessum reglum er bara mjög einföld þegar þú veist hvernig Miss Universe-keppnin er. Sigurvegari Miss Universe-keppninnar flytur rakleiðis til New York. Hún er að ferðast út um allan heim í heilt ár. Það er bara ekki talið að einstaklingur sem á börn eða er gift geti bara gert það og er tilbúinn til að gera það og að segja bless við fjölskylduna og fara út að ferðast í heilt ár,“ segir Hildur María.

https://www.instagram.com/p/BelUa4vB1sy/

„Ég var bara föst í sama farinu“

Það var í raun einskær tilviljun að Hildur María tók þátt í keppninni, en hún starfaði sem flugfreyja þegar henni bauðst þetta tækifæri.

„Það er eiginlega hálf magnað að sjá hve mikið ég hef mótast á síðustu tveimur árum,“ segir Hildur María. „Ég fékk boð um að taka þátt. Ég var ekki tilbúin til þess. Ég hélt að ég myndi ekk itaka þátt. Það var ekki fyrr en á seinasta degi, sama dag og lokað var fyrir umsóknir að ég heyrði í Manúelu og ákvað að slá til. Ég hugsaði bara: Af hverju ekki?“ bætir hún við. „Ég var bara föst í sama farinu. Ég var til í að prufa eitthvað nýtt.“

Hildur María segir að þátttöku í keppninni fylgi ekki strangar reglur um undirbúning og að ekki séu gerðar kröfur til þess að þátttakendur líti út á vissan hátt. Hún segir meira lagt upp úr persónuleika og innri fegurð.

„Þetta er svo miklu meira en að fara upp á svið á bikiníi,“ segir hún og bætir við að hún telji ástæðuna fyrir því að hún hafi sigrað að lokum hafi verið að hún stóð sig afar vel í dómaraviðtölunum.

https://www.instagram.com/p/BsoCDrpA-IZ/

„Besta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi“

Hildur María segir keppnina hafa breytt lífi sínu.

„Án þess að ýkja þá er þetta besta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi,“ segir hún. „Þegar ég vann keppnina þá hætti ég að fljúga og ég er bara búin að vera lifa draumnum í núna tvö ár. Þetta byrjaði allt saman bara þegar að ég ákvað að taka þátt í Miss Universe Ísland,“ bætir hún við. Fegurðardrottningin bjó á Cayman Islands í eitt og hálft ár en er nýflutt aftur til Íslands. Hún hvetur aðrar konur til að taka þátt í Miss Universe Ísland.

„Ef þig langar að taka þátt, plís taktu þátt. Ekki hugsa endalaust um hvað öðrum finnst.“

Myndband Hildar Maríu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=rKNVJiivXb0&feature=youtu.be

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áhyggjufull eftir að eiginmaðurinn var rekinn: Vinnan heldur honum frá vandræðum – ,,Hún var svo vongóð“

Áhyggjufull eftir að eiginmaðurinn var rekinn: Vinnan heldur honum frá vandræðum – ,,Hún var svo vongóð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að leita annað ef hann missir sætið í liðinu: ,,Það sem skiptir máli er völlurinn“

Ætlar að leita annað ef hann missir sætið í liðinu: ,,Það sem skiptir máli er völlurinn“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefja viðræður við United um leikmann liðsins

Hefja viðræður við United um leikmann liðsins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.