fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025

Íslensk móðir varar við slímgerð barna: „Vaknaði stokk bólgin og gat varla opnað augað“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 10:00

Borax - efnið sem umræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur slímgerði verið vinsæl meðal barna á Íslandi og hafa hráefni fyrir gjarnan orðið uppseld í mörgum búðum. Þau efni sem börn hafa verið að nota í slímgerð eru meðal annars raksápa, lím linsuvökvi og efni sem heitir Borax.

Borax er uppleysanlegt þvottaefni og vert er að taka fram að hægt er að búa til slím án þess, þá sé linsuvökvi notaður í staðinn.

Á dögunum var tíu ára gömul íslensk stúlka að búa til slím heima hjá vinkonu sinni sem endaði því miður illa.

„Hún var að búa til slím hjá vinkonu og kvartaði um kláða í augum og puttum. Ég sá ekki neitt og tengdi þetta ekki við slímið,“ segir móðir hennar í samtali við Bleikt. Mæðgurnar vilja ekki koma fram undir nafni en vilja koma skilaboðunum áleiðis í þeirri von um að vara aðra við.

„Svo í gær var hún að leika með það yfir daginn, kvartaði svo um í augum í gærkvöldi og ég lét hana setja kaldan þvottapoka og fara í bað. Svo vaknaði hún í morgun stokk bólgin og gat varla opnað augað. Við fengum neyðartíma hjá lækni strax í morgun og fengum sýklakrem og mildison. Hún er strax orðin skárri en ég mæli ekki með því að börn séu að búa til slím og nota Borax. Hún hefur notað þetta efni í marga mánuði en greinilega allt í einu fengið óþol.“

Myndirnar sýna hversu slæmt óþol stúlkan fékk og eru þær birtar með hennar leyfi.

Borax – efnið sem umræðir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja þetta nú líklegustu niðurstöðuna

Segja þetta nú líklegustu niðurstöðuna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eva Georgs Ásudóttir ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV

Eva Georgs Ásudóttir ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990