Í nýju myndbandi frá Allir gráta eru nokkur börn fengin til að segja áhorfendum frá hvernig þau túlka tilfinningar sínar og er útkoman bæði einlæg og skemmtileg eins og barna er háttur.
Allir gráta eru félagasamtök sem vinna að því markmiði að efla geðheilsu barna og ungmenna á Íslandi.
„Við teljum mjög mikilvægt að byrja að rækta tilfinningagreind barna sem fyrst og fengum því þessa frábæru krakka til að segja okkur aðeins frá því hvernig þau túlka tilfinningar á sinn eigin hátt og var útkoman mjög skemmtileg.
Barnabókin okkar Tilfinninga Blær snýst einmitt um að efla tilfinningagreind barna og útskýra fyrir þeim grunntilfinningar okkar á einfaldan og skemmtilegan hátt.“