Samfélagsmiðlastjarnan og bloggarinn Þórunn Ívarsdóttir eignaðist dóttur í gær, ásamt manni sínum Harry Sampsted.
Dóttir kom í heiminn kl. 16.52 í gær, 3810 grömm og 54,5 sentímetrar. Segir Þórunn á Instagram: „Öllum heilsast vel, mamman þarf mikla hvíld eftir erfiða og langa fæðingu.“
Þórunn hefur talað opinskátt um baráttu sína við endrómetríósu (legslímuflakk), meðal annars í viðtalið í Vikunni, en sjúkdómurinn hefur valdið því að hún átti erfitt með að verða barnshafandi.„Ég var mjög glöð að þurfa ekki að sækja frekari aðstoð en þetta tókst á endanum á náttúrulegan hátt.“ segir Þórunn. „Ég hef farið í tvær aðgerðir síðan ég greindist árið 2015. Í haust ákváðum við að leita okkur læknishjálpar, en læknirinn sá vonarglætu að þetta gæti komið náttúrulega og gaf okkur smá tímaramma. Hún kom svo undir þegar við vorum á síðasta séns,“ sagði Þórunn í viðtali Vikunnar.