Eins og DV sagði frá á laugardag var ástralska leikkonan Rebel Wilson stödd hér um helgina ásamt vinum sínum.
Á Instagram má sjá bæði á myndum og myndböndum og í Instagramstories að hún og vinir hennar fóru víða um Suðurlandið.
Kerið, Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Friðheimar voru á meðal þeirra staða sem þau heimsóttu. Einnig skellti hún sér á snjósleða, smakkaði vínarbrauð og ís í Efstadal.
Eins og heyra má eru þau vinirnir í mestu vandræðum með að bera íslensku nöfnin fram, en það spillir samt ekki gleðinni.
https://www.instagram.com/p/BmFxQM2AJoE/?taken-by=rebelwilson
https://www.instagram.com/p/BmHEhC4nHAy/?taken-by=rebelwilson
https://www.instagram.com/p/BmIj8oQjx9o/?taken-by=rebelwilson
Uppfært kl.20:
Fyrir klukkutíma birti Wilson mynd af hópnum í fjórhjólaferð og því er spurning hvort að hún sé enn í heimsókn á landinu.
https://www.instagram.com/p/BmJaC6wHaTs/?taken-by=rebelwilson