fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Úlfa svikin um leikskólapláss – Ekki til mannskapur til að manna leikskólann

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. ágúst 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Miljevic er móðir Úlfu Nadíu, sem er 17 mánaða. Í vor fékk fjölskyldan staðfestingu á leikskólaplássi fyrir hana. Þegar Tiinna ákvað að athuga með leikskólaplássið fyrir nokkrum dögum síðan fékk hún þau svör að dóttirin fengi ekki plássið, þar sem enginn mannskapur var til að manna leikskólann.

Setur þetta fjölskylduna í slæma stöðu, þar sem foreldrar eru jú báðir í vinnu, auk þess þar sem þau treystu á að leikskólaplássið væri þeirra ákváðu þau að dóttirin færi ekki til dagmömmu áður.

Því miður er fjölskyldan ekki sú eina sem er í þessari stöðu þar sem mannekla hefur lengi verið á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í Facebook sem Tinna skrifaði gagnrýnir hún ástandið og segir að ef að hún verður óþolandi og „böggar“ Kópavogsbæ daglega þá mun dóttir hennar líklega á endanum fá leikskólaplássið sem henni var lofað. „Einnig er það bara gróu saga að ef maður angrar Kópavogsbæ nægilega mikið að það fái börnin inn,“ segir Tinna. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að einstaklingurinn sem mun sinna henni þar er á skítalaunum.

Fjölskyldan er búsett í Kópavogi. Borgarráð Reykjavíkurborgar kynnti í mars síðastliðnum víðtæka aðgerðaráætlun, en samkvæmt henni á að brúa bilið á milli fæðingar­orlofs og leikskóla á næstu árum Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Þannig er stefnt á að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólaþjónustu á vegum borgarinnar.

„Leikskólaplássið varð að engu, í bili. Vonandi að það rætist í vetur á einhverjum tímapunkti.“

Þetta er ég og þessi ljóshærða er Úlfa.
Úlfan mín er 137 ára sál en er eins og (næstum því) hálfs árs litla stelpan mín.
Hún (ég) fékk hinn gullna tölvupóst varðandi staðfestingu á leikskólaplássi í lok apríl síðastliðinn – með þeirri kveðju að nánari upplýsingar um aðlögun og fleira, kæmu síðar.
Ég í rælni minni, ákvað spennt að kanna stöðu leikskólaplássins í síðust viku (ágúst)og fékk ég þau svör að plássið væri ekki til þar sem enginn værir mannskapurinn.
Eg klóraði mér í kollinum og furðaði mig á þessi öllu saman, þar sem frá því í apríl höfum við fjölskyldan gengið út frá því að sú ljóshærða kæmist í leikskólasandkassann að hausti.

Vinnan mín bíður eftir mér í næstu viku – hvort sem mér líkar það betur eða verr.
Pabbinn fer í verkefni nokkrum dögum seinna og eftir er lítil stúlka, með ekkert leikskólapláss og foreldra sem fengu rétt rúma viku til að melta stöðuna.
Svarið sem eg fékk frá annars yndælli dömu hjá Kópavogsbæ var „þú verður bara að leita til einkarekinna leikskóla á stór Reykjavíkursvæðinu en þú veist jú að það er fullt af 2016 börnum sem eru enn að bíða. Ertu ekki með hana hjá dagmömmu?“.
Já nei, reyndar ekki. Þar sem við gátum teygt lopann út ágúst og brúað bilið frá apríl fram að byrjun september ákváðum við að gera það.
Hún værir jú komin með leikskólapláss.

Já jú jú, ég geri mér fulla grein fyrir því hve margar fjölskyldur eru með kvíðahnút í maganum á fullu að tetris-a lífið til að komast í gegnum mánuðinn með enga daggæslu.
Ég er þar líka en kubbarnir eru bara að verða fjandi margir og mér finnst ég ekki vera að komast í gegnum borðið (enda komin ca.á level 18.)

Ég er ekki að atast út í neinn.
Ekki að vorkenna mér meira en öðrum, en hvað er að frétta?
Að tilkynna foreldrunum 10 dögum fyrir partýiið að ekkert verði af því og að það sé ekkert sem hægt er að gera.
Hvað geri ég nú?
Ég veit það ekki alveg.
Ég veit að systir mín mun vinna á nóttunni svo maðurinn hennar geti unnið á daginn og þar af leiðandi er alltaf 1 foreldri heima með þá eins árs skottu sem er á því heimili.
Það er þvì miður ekki í boði hjá mér. Annars myndi ég gera slíkt hið sama.
Eg myndi glöð vera heima með henni í years to come en ég á ekki efni á því frekar en flestir aðrir.

Úlfa er geggjuð týpa!
Hún er hress, fjörug og sjúklega klár (auðvitað) og er tilbúnari en pollagallinn hennar að mæta á leikskólann.
En nei.
Hún kemst ekki að því dýrmæta fólkinu sem elur upp börnin okkar, eru ekki borguð mannsæmandi laun sem gerir það að verkum að enginn sækir um.
Það vantar fólk á alla leikskóla.
Á þann stað sem flestir fara og skilja börnin sín eftir, (æj þið vitið – þetta dýrmætasta sem við eigum) og halda út í lífið þann daginn.
Ég er meira hissa en reið, en ef ég dvel nægilega lengi í þessari vangaveltu, verð ég sullandi brjáluð.
Brjáluð út í þá staðreynd að ekki sé búið að ganga í þessi mál og hækka laun þeirra einstaklinga sem eru að ala upp framtíðar samfélagið okkar.
Ég veit að þetta er ekki að lagast á morgun.
Eg veit að ef ég verð óþolandi og bögga Kópavogsbæ nægilega mikið (eins og flestir ráðleggja mér) að þá mun Úlfa mögulega komast að einhversstaðar langt frá okkar heimili.
Það breytir samt ekki þeirra staðreynd að einstaklingurinn sem mun taka á móti henni, gefa henni að borða, hugga hana ef hún meiðir sig og jafnvel syngja fyrir hana lag, er á skíta launum.
Launum sem hinn hjartahlýjasti pólitíkus myndi flissa framan í, taka langstökk upp í glæsikerruna sem skattarnir mínir borga (væntanlega) og segja bílstjóranum sínum að taka krappa hægribeygju í burtu frá þessu fátæklega launaseðli sem uppalandi barnanna okkar fær um hver mánaðarmót.
Pís át.
Tinna Úlfumamma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar