fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Alfa gagnrýnir áfengisneyslu foreldra í kringum börn þeirra – „Það fylgir því mikið óöryggi að sjá og upplifa foreldra sína drukkna“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfa Jóhannsdóttir minnir á það í nýlegri stöðufærslu á Facebook að áfengi og börn fara ekki saman. Alfa starfar sem sérfræðingur í félagsmálum barna og verkefnastjóri innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna hjá Akureyrarbæ og var tilefni stöðufærslunnar vera hennar á Fiskideginum á Dalvík í gær og segist hún hafa séð of mörg dæmi um það þar hvaða áhrif áfengisneysla foreldra hefur á börn þeirra.
„Það á ekki að vera samasem merki milli neinna athafna eða viðburða og þess að það sé allt í einu ókey að drekka sig fullan með börnunum sínum,“ segir hún og ítrekar að börn eigi rétt á öryggi, en upplifi mikið öryggi að sjá og upplifa foreldra sína drukkna.
Nefnir hún einnig að börn sem eru vön þessu athæfi hafi verið sett í aðstæður sem þau eigi aldrei að vera sett í og að áfengisneysla foreldra geti valdið kvíða og þunglyndi hjá börnunum.
„Verum fyrirmyndir en ekki hálfvitar,“ segir Alfa.
 
Svona er stöðufærslan í heild sinni:
Ég er búin að fara á nokkrar útihátíðir og í ferðalög í sumar. Þetta var allt sjúklega skemmtilegt og fáránlega gaman. Ég var í ólíkum hlutverkum samt, stundum bara fullorðinn einstaklingur að skemmta mér með vinum mínum og stundum fullorðinn einstaklingur að skemmta mér með börnunum mínum.
Því langar mig að minna á eitt: áfengi og börn fara aldrei saman.
A L D R E I.
Ekki bara einu sinni á ári, ekki bara spari, ekki bara á áramótunum, ekki bara á útihátíð eða ættarmóti, bara aldrei. Börn eiga rétt á að upplifa foreldra sína aldrei drukkna.
Börn eiga rétt á öryggi og það fylgir því mikið óöryggi að sjá og upplifa foreldra sína drukkna. Þau börn sem eru vön því, hafa verið sett í aðstæður sem þau eiga aldrei að vera sett í. Aðstæður sem hæfa ekki börnum. Örygginu hefur verið kippt undan þeim og ábyrgð lögð á þau sem þau eiga aldrei að þurfa að bera. Áfengisneysla foreldra getur valdið kvíða og þunglyndi hjá börnum.
Það á ekki að vera samasem merki milli neinna athafna eða viðburða og þess að það sé allt í einu ókey að drekka sig fullan með börnunum sínum.
Eg sá of mikið af svona dæmum í gær á Fiskideginum, og hef séð of mikið af svona dæmum í lífinu.
Þetta er ekki í lagi. Ef þú ert að lesa þetta og ert komin/n í vörn yfir svona hegðun hjá þér eða þínum þá er ekki of seint að snúa dæminu við og læra af reynslunni.
Börn eiga rétt á heilbrigðum samverustundum með fjölskyldunni og sú vísa er aldrei of oft kveðin að það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Verum fyrirmyndir en ekki hálfvitar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi