Það má kannski búast við því þegar kona er gift einum ríkasta manni heims að hann gefi henni skartgripi af og til, en Posh kryddið er alveg sér á báti, eftir 19 ára hjónaband á hún 14 trúlofunarhringa. Parið gifti sig 4. júlí 1999.
Árið 1998 bað David hennar með demantshring að andvirði 65 þúsund pund. Síðan þá hefur Victoria skipt um stein nokkrum sinnum og andvirðið er komið upp í 8,9 milljónir punda.
Parið hélt upp á 18 ára afmælið í síðustu viku og Victoria skartaði nýjum hring á tískuvikunni í París. Mun verðmæti hans vera 120 þúsund pund.