fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025

Ragga nagli: „Hollusta í sjónlínu hjálpar þér að taka betri ákvarðanir“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um undirbúningur matarinnkaupa og matseldar stuðlar að betri ákvörðunum hvað matarvenjur varðar.

Undirbúningur er árangur.

Minnkum matarsóun og eldum í bunkum og nýtum afganga kvöldmatar í hádegismat.

Þegar þú átt hollustu tilbúna í ísskápnum eru minni líkur á að panta sveitt teikavei í örvæntingu og meiri líkur á að þú setjir saman máltíð sem styður við markmið þín og gildi.

Ef þú hannar umhverfið þannig að heilsuhegðun verði aðgengileg og fljótleg þá rennur nýr lífsstíll eins og falleg lækjarspræna niður grasi vaxna hlíð.

Fækkaðu skrefunum í átt að hollri máltíð og heilsumelurinn innra með þér verður þér þakklátur eftir langan vinnudag.

Taktu frá tíma tvisvar í viku, til dæmis á sunnudögum og miðvikudögum og eldaðu í bunkum það sem er tímafrekt að gera.

Skoðaðu hvaða dagar eru drekkhlaðnir af dagskrá og þú munt þurfa tilbúnar máltíðir.

Farðu í búð að snuddast með körfuna og tíndu til það sem þú munt þurfa í undirbúninginn.

Hér eru nokkur góð ráð.

?Mis a table. Gerðu eins og kokkarnir á fínu frönsku veitingahúsunum og hafðu allt sem þú ætlar að nota klárt áður en þú byrjar. Hráefnið. Græjurnar. Formin. Sleifar. Skeiðar og svo framvegis.

?Hentu haug af krydduðum eða marineruðum kjúlla, svíni, nauti, kalkún á grillið, á pönnuna eða í ofn. Þá áttu tilbúið kjötmeti fyrir snarholla máltíð sem má skreyta með allskonar gúmmulaði meðlæti. Eins má frysta eldað kjöt og snara út um morguninn fyrir kvöldmatinn.

?Steikja og krydda 1-2 pakka af mögru nautahakki. Þá þarf bara að steikja grænmeti, slurka tómatpúrru og gómsætt bolognese er klárt. Eða elda heilan pott af gómsætri hakkgrýtu. Hvorutveggja hentar vel til frystingar.

?Hægelda 1-2 kg af nauta innralæri og þú átt roast beef í bunkum fyrir vikuna. Gúrmetis gúmmulaði með sætum kartöflum.

?Ef þú ert grænkeri geturðu eldað stóran pott af gómsætum bauna eða grænmetisrétti til að eiga fyrir næstu daga. Eins er Oumph sojakjöt fljótlegast í heimi. 1-2 mínútur á pönnu og máltíðin klár. Gordjöss með pestó og hrísgrjónum.

Sjóða haug af hrísgrjónum, quinoa, byggi, cous cous og geyma í ísskáp. Til dæmis villt hrísgrjónablanda frá Himneskri hollustu. Þá hendirðu einfaldlega grjónum á disk, inn í örra og málið er dautt. Má einnig frysta.

Baka, sjóða eða grilla haug af kartöflum/ sætar kartöflur í einu. Geymast í 3-4 daga í ísskáp. Eru fínar kaldar eða upphitaðar. Má krydda efter ‘smag og behag’.

Enga stund tekur að búa til túnfisksalat sem má svo geyma í nestisboxi í vinnunni. Svo slurkarðu vænum skammti ofan á hrökkbrauð, hrísköku, gróft brauð og voila fín millimáltíð með prótínum og kolvetnum.

VerðuEyddu tveimur mínútum á kvöldin að setja haframjöl í pott ásamt salti, kanil, ávöxtum, hnetum, sírópi, bragðdropum og öllu sem kitlar pinnann. Svo slurkarðu bara vatni út í morguninn eftir og grautur er klár á 5 mínútum.

?Ertu tímabundnari en kanslari Þýskalands? Eldaðu grautinn á kvöldin eða búðu til næturgraut eða grautartriffli. Fjölmargar gómsætar hafragrautsuppskriftir á www.ragganagli.com. Það eina sem þú þarft í morgunsárið er að opna ísskápinn vopnaður skeið.

Eitt sem er betra að gera samdægurs er að gufusjóða grænmeti, og búa til salat því það verður gegnsósa og miður geðslegt til átu eftir nokkra daga í ísskáp.

?Geymdu síðan allt í ísskápnum í glærum plastboxum svo þú sjáir innihaldið og merktu með dagsetningu. Hollusta í sjónlínu hjálpar þér að taka betri ákvarðanir.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool og Inter vilja fá miðjumann Bayern

Liverpool og Inter vilja fá miðjumann Bayern
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United, Arsenal og Tottenham vilja öll sama framherjann í sumar

United, Arsenal og Tottenham vilja öll sama framherjann í sumar
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um spænska landsliðsmanninn

United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um spænska landsliðsmanninn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Haraldur segir sjógang síðustu daga öðru en illviðri helst um að kenna

Haraldur segir sjógang síðustu daga öðru en illviðri helst um að kenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Einar og Orri mættu of seint og fengu ekki að kjósa sér formann á landsfundinum sögulega

Stefán Einar og Orri mættu of seint og fengu ekki að kjósa sér formann á landsfundinum sögulega
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Mikil veðrabrigði á Akureyri og í næsta nágrenni

Mikil veðrabrigði á Akureyri og í næsta nágrenni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.