Frumleikar, barnahátíð, fóru fram í fyrsta sinn mánudaginn 16. júlí síðastliðinn.
Fyrir hátíðinni stóð frumleikafélagið Hulda,sem vinir og ættingjar Huldu Hreiðarsdóttur hafa stofnað til að halda minningu hennar á lofti en hún lést langt fyrir aldur fram, aðeins 32 ára að aldri.
Sólin heilsaði upp á gesti hátíðarinnar í Grundargerðisgarði, sem og aðra borgarbúa.
Lilja Birgisdóttir, frænka Huldu tók myndirnar, sem hún gaf DV góðfúslega leyfi til að nota. Myndatextar eru hennar.