fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Ragga nagli – „Að vera dæmdur og undir eftirliti á meðan þú borðar getur valdið kvíða og hugarangri“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hvort að okkur sé ekki treystandi til að ákveða sjálf eigin skammtastærðir.

Það er langt síðan Naglinn hætti að skammast sín fyrir skammtastærðir sínar.

En nýleg reynsla af veitingastað hér í Köben vakti Naglann til umhugsunar um afskiptasemi náungans.

Við pöntun á aðalrétti sagði þjónninn:

„Bíddu, er allur þessi matur bara fyrir þig?“

„Uuuu…já.“

„Þetta er alltof mikill matur.“

Þetta er ekki í fyrsta, ekki annað og ekki fimmta skipti sem þjónar gerast sjálfskipaðar matarlöggur og ákveða hvað sé ásættanlegt magn fyrir konu.

Svo Naglinn var með svar á reiðum höndum.

„Ég hef komið hingað oft áður og alltaf pantað það sama.
Ef þú sérð bara um að koma með matinn á borðið þá skal ég sjá um að borða hann.“

Þjónninn sem var mikill spaði með hneppt niður á bringu svaraði: „Þú verður þá að klára allan matinn.“

Hann veðjaði á rangan hest í ótta sínum um matarsóun.

Eftir máltíðina sagði Naglinn við spaðann:
„Sástu að ég kláraði allan matinn.“

„Já… þú borðar alltof mikið.“

Þessi athugasemd sat í Naglanum og vakti til umhugsunar.

Ef Naglinn væri karlkyns hefði þessi athugasemd ekki verið látin fjúka.

Það er oft merki um karlmennsku að panta sem mest af mat.

„Hann er svo duglegur að borða þessi elsk.“

Ef Naglinn hefði verið holdmeiri hefði slík athugasemd verið látin falla?

Það hefði sannarlega verið líkamssmánun á grófu stigi.

Ef grönn kona borðar meira en vörubílstjóri í Miðríkjunum þá fjúka athugasemdirnar eins og lauf að hausti.

Hegðun og líkami kvenna verður oft almenningseign, galopinn fyrir athugasemdum, leiðbeiningum og stefnuyfirlýsingum.

Óskrifaðar reglur gilda um hvað sé félagslega samþykkt magn fyrir ákveðna þjóðfélagshópa.
Kona af þessari stærðargráðu ætti að panta nokkur einmana kálblöð á diski.

Ekki 350 gramma ribeye og aukaskammt af kartöflum og salati.


Í heimi þar sem skilaboð dynja á konum daglega um hvernig líkami eigi að líta út og „ekki-nógan“ fær að grassera getur það aukið enn frekar á sjálfseyðingarbálið þegar holdarfar er orðinn aðalleikarinn í því hvort matarpöntun skili sér á borðið.

Borða ég of mikið. Er ég gráðugt svín. Er ég óeðlileg? Er ég afstyrmi í heimi þar sem konur borða bara salat?

Slíkar efasemdarraddir geta stuðlað að óheilbrigðu sambandi við mat og sjálfsmynd og í sumum tilfellum triggerað átraskanir.
Að vera dæmdur og undir eftirliti á meðan þú borðar getur valdið kvíða og hugarangri.

Á tímum forfeðra okkar þegar kjöt var af skornum skammti þá kýldu karlmenn tennurnar úr konum svo þeir þyrftu ekki að deila skepnunni með kellingunni.
Kannski var frumstæður kvíði að gera vart við sig hjá félaganum.

Að Naglinn myndi éta lagerinn út á gaddinn og þyrfti að loka sjoppunni.

Stundum er kona bara hungruð. Stundum er kona bara með góða matarlyst.
Stundum finnst konu gott að borða mikið.

Konu er líka treystandi til að ákvarða sjálf hvaða magn seðjar hungrið og matarlystina.

Sjokkerandi staðreyndir… ég veit.

 

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.