fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Fræga fólkið brjálað út í Karl Leó – „Hvað er að þér fávitinn þinn? Auðvitað ferðu á þjóðhátíð!“ – Sjáðu myndbandið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. júlí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Leó Sigurþórsson tók þá ákvörðun að fara ekki á Þjóðhátíð í ár. Vinum hans fannst þetta auðvitað algjört rugl og fengu landslið leikara með sér í gerð myndbands þar sem skorað er á Karl Leó að mæta á þjóðhátíð. Óhætt er að segja að skemmtilegasta myndskeiðið fyrir Þjóðhátíð er fundið. Landslið skemmtikrafta koma við sögu í myndskeiðinu og skamma Karl Leó rækilega fyrir að ætla ekki að mæta í veisluna í dalnum. Þá segja félagar Karls Leó:

„Við vinir þínir erum einstaklega vonsviknir að þú ætlir þér ekki að koma á Þjóðhátíðina og skemmta þér með okkur. En það vill svo skemmtilega til að það eru fleiri en við sem eru á móti þessari ákvörðun, og ég vil þakka þeim fyrir að hafa áhyggjur af þér og þinni skemmtun,“ segir í texta með myndbandinu sem vakið hefur mikla gleði á Facebook.

Í myndskeiðinu má sjá Hraðfréttadrengina fyrrverandi Benedikt og Fannar, Felix Bergsson, Gunnar Helgason, Jóhannes Hauk, Jóhann G Jóhannsson, Þorstein Guðmundsson, Örn Árnason, Begga í Sóldögg og Hreimur svo fáeinir séu nú nefndir.

Í myndskeiðinu er Karl Leó hvattur til að drífa sig á Þjóðhátíð.

„Ég fór einu sinni á þjóðhátíð og þetta varð til,“ segir Fannar í myndskeiðinu og bendir á barnið sitt sem unnusta hans ekur í barnavagni.

„Karl Leó, þarf þetta alltaf að vera svona með þig? Mættu á Þjóðhátíð“ segir Jóhannes Haukur. Felix Bergsson tekur enn sterkara til orða og segir: „Hvað er að þér fávitinn þinn? Auðvitað ferðu á þjóðhátíð“. Þá segir Benedikt Valsson:

„Ég er á minni venjulegu laugardagsgöngu. Það er búið að eyðileggja daginn fyrir mér. Ég var að heyra skelfilegar fréttir. Skelfilegustu fréttir sem ég hef heyrt í viku, að þú Karl Leó ætlir ekki að koma á þjóðhátíð. Þetta er skelfilegt og verulegur skellur fyrir þig og þinn hýjung.“

Þorfinnur Karl vinur Karls Leó segir: „Það er óákveðið hvort hann fari og umfjöllun fjölmiðla gætu mögulega breytt skoðun yfirmanna hans um að leyfa honum að fara.”

DV náði tali af Karl Leó sem er enn þrátt fyrir hið stórfenglega myndskeið óviss hvort hann fari. „Mér fannst myndbandið mjög gott og hló mikið,” segir Karl og bætir við að enn sé óvíst hvort hann komist og treystir nú á að yfirmenn hans í Húsasmiðjunni í Skútuvogi gefi honum frí. : „Eins og er, þá er það óvíst. Ég er að reyna vinna í þessu til að komast.”

Sjón er sögu ríkari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
433
Fyrir 6 klukkutímum

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal gæti barist við Nottingham Forest í glugganum

Arsenal gæti barist við Nottingham Forest í glugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.