fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Ragga nagli – „Appelsínuhúð þýðir ekki að þú rífir ekki í járn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að við erum öll mannleg, sama hvernig við lítum út.

Þú getur verið með kviðvöðva og líka magarúllur.
Þú getur verið með nafladellur en samt grjótharða miðju.

Nafladellur og magarúllur er ekki merki um að vera ekki ræktaður og fitt.

Appelsínuhúð þýðir ekki að þú rífir ekki í járn.
Bingóvængir þýða ekki að þú slafrir börgera alla daga.
Múffutoppur þýðir ekki að þú slátrir ekki froskahoppum.

Það er þreyttara en sumarveðrið í Reykjavík að elta allar yfirlýsingar vefgúrúanna um hvað sé ásættanlegt útlit til að vera álitinn í formi.
Að bera sig saman við fílteraða, fótósjoppaða óraunhæfa útgáfu sem instagrammarar kjósa að birta okkur í tvívídd.

Ein sjálfa af átjánþúsund í hárréttri lýsingu með ondúlerað hár og rétta skugga.

Sýnum frekar mannlega flóru í allri sinni dýrð.
Rúllur. Appó. Dellur. Dinglandi húð. Slitför.

Það er allt merki um að vera mannlegur.
Velkominn í hópinn, við erum sjö biljón.

Þú getur verið urlandi ræktaður og sportað öllu galleríinu.
Eða þú getur verið í yfirþyngd og ekki hakað í neitt box.

Um leið og við fögnum breyskleikanum og sættum okkur við hann getum við hætt að halda niðri í okkur andanum þegar við pósum í myndatökum.

Lifi magarúllur.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.