fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025

Íslendingar söfnuðu fyrir aðgerð spánsks villikattar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veronica Monique stundar dýralæknanám í Valencia á Spáni. Þar er mikið af heimilislausum dýrum, öll athvörf full og að hennar sögn lítill vilji hjá stjórnvöldum til að breyta ástandinu. Veronica hefur samhliða náminu gert sitt besta til að hjálpa. Nýlega leitað hún til kattaunnenda á Íslandi í Facebook-hópnum Spottaði kött, þar sem villiköttur í götunni hennar þurfti á aðgerð að halda.

Kóngur hverfisins, eins og hann er kallaður, er um 12 ára, en hefur verið yfirgefinn í 10 ár. „Hann er mikill karakter, með ónýta afturlöpp, hálft skott og það er bara ótrúlegt að hann hefur náð að lifa allan þennan tíma!“

Kóngur var kominn með alvarlega tannholdsbólgu, ónýtar tennur og mikla sýkingu. Því þurfti hann að komast í aðgerð til að ónýtar tennur yrðu fjarlægðar og til að fá lyfjameðferð, en aðgerðin kostaði um 100 þúsund.

„Þessi köttur eins og öll önnur dýr, á skilið gott líf en ekki að deyja kvalafullum dauða á götunni. Getið þið hjálpað mér að hjálpa honum?“ spurði Veronica kattaunnendur sem brugðust fljótt við og safnaðist fyrir aðgerðinni og ríflega það. Því mun Kóngur hverfisins ríkja áfram heill heilsu, þökk sé kattaunnendum sem láta landamæri ekki stöðva sig til að bjarga vinum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.