fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

„Það eru takmörk fyrir hvað konur geta látið bjóða sér og ég vil vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína“ – Birna segir upp starfi sínu sem ljósmóðir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. júlí 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna M. Guðmundsdóttir hefur starfað sem ljósmóðir í tíu ár, en hún starfar sem ljósmóðir á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Í dag tók hún þá ákvörðun að segja upp starfi sínu, eins og fjölda margar ljósmæður hafa gert undanfarið, þar sem ekkert þokast í samingaviðræðum ljósmæðra við ríkið.

Í stöðufærslu á Facebook fyrr í dag segir Birna að ákvörðunin hafi ekki verið léttvæg, enda ekki eins mikið framboð starfa fyrir norðan eins og á höfuðborgarsvæðinu. „Hins vegar eru takmörk fyrir hvað konur geta látið bjóða sér og svo vil ég vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína,“ segir Birna.

„Virðingarleysið er algjört,“ segir Birna og vísar þar til þess að ljósmæður hafi verið í kjarabaráttu í tíu ár, með tilheyrandi verkföllum, lagasetningu og nú því að ljósmæður hafa verið samningslausar síðan í september í fyrra.

Facebookfærsla Birnu hljóðar svo í heild sinni:

„Í dag er dagurinn! Nú hef ég sagt starfi mínu lausu sem ljósmóðir á fæðingardeild SAK! Starfi sem ég elska, starfi sem ég er mjög fær í að sinna (já það má segja svoleiðis). Starfi sem ég hef sinnt síðustu 10 ár. Á þeim tíma hef ég einu sinni sótt um launahækkun um EINN launaflokk og ég hef ekki möguleika á að hækka meira á næstunni. Ég er föst þarna. Það skiptir engu máli hversu vel ég sinni vinnunni, hversu stundvís ég er, samviskusöm, hversu mörgum ánægðum konum ég sinni, hversu mörgum börnum ég blæs lífi í. Þetta skiptir ENGU máli því laun mín eru ekki árangurstengd. Þau eru bara föst í einhverjum þröngum ramma og endurspegla engan veginn mína 6 ára háskólamenntun og þá gríðarlegu ábyrgð sem ég ber í mínu starfi. Ljósmóðurhjarta mitt er sært en á sama tíma er ég svo reið yfir þeir framkomu sem okkur er sýnd að ég get ekki meira!

Ég bý á Akureyri. Hér er ekki eins mikið framboð starfa og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski fæ ég ekki aðra vinnu hér sem dugar til að sjá fjölskyldu minni farborða. Kannski þarf ég á endanum að flytja búferlum. Þetta er því ekki léttvæg ákvörðun! Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað konur geta látið bjóða sér og ég vil vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína. Ég vil ekki að hennar fyrirmynd sé hrædda litla konan (ef mig skyldi kalla) sem þorir ekki að standa fyrir sínu. Að standa upp gagnvart feðraveldinu og segja hingað og ekki lengra! Þetta læt ég ekki bjóða mér!

Mér finnst ég vera búin að vera í kjarabaráttu í 10 ár. Þegar ég var að útskrifast voru ljósmæður í kjarabaráttu. Það er alltaf sama baráttan, að fá leiðréttingu á launasetningu. Það var korter í hrun og okkur var gert það ljóst að ef við skrifuðum ekki undir það fengjum við ekki neitt því allt var að fara á hliðina. Það var sko ekki unnin barátta.
2015 gerðu ljósmæður aðra tilraun til að fá launaleiðréttingu. Við fórum í hart, verkföll og tilheyrandi leiðindi. Það fór ekki betur en svo að á okkur voru sett lög, Gerðadómur ákvað okkar kjör. Og það getið þið verið viss um að Gerðadómur er ekki það sama og Kjararáð! Ekki nóg með það heldur ákvað sá frábæri vinnuveitandi, ríkið, að draga laun af öllum ljósmæðrum í verkfallinu, sama hvort þær unnu sína vinnuskyldu eða ekki. Ríkið skuldar okkur enn þessi laun. Virðingarleysið er algjört! Það er því ekki skrýtið að ljósmæður séu reiðar. Þetta er uppsafnað til margra ára og nú er komið nóg!“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular