fbpx
Mánudagur 16.desember 2024

Elín Kára – „Tíminn fyrir mig hefur þurft að víkja fyrir tíma fyrir okkur“

Elín Kára
Mánudaginn 2. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um setninguna „maður á sig ekki alveg sjálfur“ og hvað hún þýðir.

Stundirnar sem maður á sig ekki alveg sjálfur er til dæmis þegar maður er með barn á brjósti. Svo áttu þig ekki alveg sjálfur þegar þú býrð með einhverjum öðrum, hvort sem það eru foreldrar, vinir eða maki. Ég hef ekki alveg átt mig sjálf eftir að seinna barnið mitt kom í heiminn. Ég elska tímann sem við eigum saman í kringum brjóstagjöfina. Hins vegar er munur á því að eiga eitt barn eða tvö, því þegar hann sofnar eftir góðan sopa þá tekur eldra barnið við, sem hefur beðið á meðan litli bróðir fær brjóst. Þar upplifði ég mjög sterkt: „maður á sig ekki alveg sjálfur“.

Tíminn fyrir mig hefur þurft að víkja fyrir tíma fyrir okkur – sem er alls ekki slæmt, bara öðruvísi.

Þessa setningu, „maður á sig ekki alveg sjálfur“ heyrði ég fyrir nokkrum dögum og hún er búin að veltast um í mér síðan. Ég tengdi þessa setningu strax við barnsburð og þá umbreytingu sem verður á líkamanum, bæði við meðgönguna og brjóstagjöfina. Það er skrítið að geta ekki borðað hvað sem er og það er líka erfitt að geta ekki hreyft sig eins og maður vill, eins og ég upplifði á meðgöngunni. Svo núna þegar ég er með brjóstagjöfina í fullu gangi, þá á ég mig ekki sjálf, því ég þarf að borða ógurlega til að hafa undan þessum stóra strák sem vex upp úr öllum brókum.

Hugurinn kominn lengra en getur svo líka stoppað mann!

Sex vikum eftir fæðingu verður sko aldeilis tekið á því. Þá mun ég SKO fara út og hlaupa eins og vindurinn, gera æfingar og koma mér í formið sem ég var í áður en ég varð ólétt!

Já einmitt – þessar sex vikur komu; ég var uppteknari en allt við fyrirtækjarekstur, kosningar, ný fædda barnið mitt og ekki síður tveggja ára barnið mitt líka, heimilið og er ekki með au-pair. Þó ég eigi mjög duglegan og góðan eiginmann þá get ég alveg sagt það að koma fyrir hreyfingu inn í dagskrána á þessum tíma var álíka langt frá mér og Ástralía! Ég hugsaði nokkrum sinnum: „og svo á maður að hugsa um útlitið líka“?!?! GLÆTAN!

Sem betur fer var þetta tímabil fljótt að líða hjá og rólegri dagar og vikur tóku við. Samt sem áður eru liðnar 10 vikur frá því að ég ætlaði að byrja að koma mér í form og leyfa mönnum að fylgjast með mér ganga í gegnum súrt og sætt á samfélagsmiðlum. Og flestir auglýsa það að á 10 vikum getur maður náð undraverðum árangri.

Á þessum 10 vikum hef ég afrekað það að víðu gallabuxurnar mínar eru orðnar þröngar, ég hef aldrei séð svona háa tölu á vigtinni (nema þegar ég var kas-ólétt) og ég er ekki ánægð með mig (sem er mjög skrítið, því það gerist mjög sjaldan).

Já, nú get ég sagt þér kæri lesandi: Nú er ég búin að prófa 10 vikur þar sem ég er ekki að hugsa mikið um matarræðið. Hreyfi mig ekki neitt og geri bara „eitthvað“. Veistu, mér finnst það ekki vera gera neitt fyrir mig annað en kílóa-trend-línan er uppá við og ég hef minni orku yfir daginn. Nú er komið gott af þessum lífstíl – hann hentar mér illa.

Ég man, fyrir ári síðan þegar ég var í góðu formi, borðaði það sem var gott fyrir mig og ég hreyfði mig nánast alla daga. Þá leið mér svo vel, það var svo geggjað líf –  ég var svo orku mikil og kom svo mörgu í verk! Ég ætla þangað aftur, því mér finnst það betra líf. Lífstíll sem hentar mér miklu betur.

Facebooksíða Elínar Kára.

Instagramsíða Elínar Kára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Tíu hötuðustu sjónvarpsþáttapersónurnar

Tíu hötuðustu sjónvarpsþáttapersónurnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Draugafaraldur gengur yfir England

Draugafaraldur gengur yfir England
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Úlfúð út af grein innflytjanda um íslenskar konur – „Þetta bara hlýtur að vera tilbúningur til að æsa fólk upp“

Úlfúð út af grein innflytjanda um íslenskar konur – „Þetta bara hlýtur að vera tilbúningur til að æsa fólk upp“