fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025

Karólína sjö ára bauð Guðna Th. í afmælið sitt – Átti aldrei von á að forsetinn myndi mæta með alla fjölskylduna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júlí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Björt Steinþórsdóttir varð sjö ára síðastliðinn laugardag og hélt upp á afmælið sitt.

Hún fékk þá hugmynd að bjóða Guðna Th. Jóhannessyni forseta í afmælið og henni til mikillar gleði mætti hann. Og ekki bara hann einn, heldur eiginkona hans, Eliza Reid og börnin þeirra fjögur líka. Þess má geta að forsetinn þekkti hvorki foreldrana né Karólínu fyrir.

Karólína Björt býr ásamt foreldrum sínum og systkinum á Djúpavogi, en forsetahjónin og börn þeirra voru á ferð fyrir austan til að vera viðstödd opnunarhátíð alþjóðlegu myndlistarsýningarinnar Rúllandi snjótbolti/11 sem var sama dag í Bræðslunni. Guðni Th. var heiðursgestur opnunarhátíðarinnar. Alls taka 28 listamenn frá Íslandi, Evrópu, Ameríku og Asíu þátt í sýningunni sem er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC), sjá nánar hér.

„Við eigum frábæran forseta. Dóttir mín bauð honum í afmælið sitt og auðvitað mætti hann,“ segir Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir móðir Karólínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Áður varað við því að stór hluti repúblikana trúi ekki á stjórnarskrána

Áður varað við því að stór hluti repúblikana trúi ekki á stjórnarskrána
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ari Freyr Skúlason aðstoðar U21 árs landsliðið – Tveir leikir í næsta mánuði

Ari Freyr Skúlason aðstoðar U21 árs landsliðið – Tveir leikir í næsta mánuði