fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Hin hliðin á sjómanninum Örvari: „Ég get látið þér líða eins og ég hafi aldrei gert ÞAÐ áður“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fagna sjómenn sínum hátíðardegi og því var tilvalið að fá einn þeirra í Hina hliðina. Örvar var ekki í vandræðum með að reka smiðshöggið á spurningalistann á heimstíminu á Höfrungi þriðja í stað þess að spúla dekkið: „Shit hvað þetta eru erfiðar spurningar. Hver semur svona steiktar spurningar.“ Nú er hann kominn í frítúr og já hann er single.

Örvar sýnir lesendum DV á sér hina hliðina með spurningum, en hann gerði það með ljósmynd í mars árið 2014 þegar hann tók Wrecking Ball nakinn á kúlu út á sjó.

Hverjum líkist þú mest?
Sumum finnst ég vera alveg eins og mamma en öðrum finnst ég alveg eins og pabbi. Annars hef ég líka oft heyrt að ég líkist mikið honum Everti í Biggest loser. Það er nú líklega vegna þess að við skörtum báðir þessum fallega silfraða hárlit.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Það halda ansi margir að ég sé skelfilega þrjóskur. En það er bara ekki rétt. Blikk blikk

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Ég er sennilega bestur að sjá eigin ókosti en aðrir. Hef samt alveg nokkra kosti.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Ég myndi setja skyndihjálparnámskeið á hverju ári í forgang. Það getur skipt sköpum að kunna að bregðast rétt við.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Ég er að taka íbúðina í gegn, þannig að sjálfsagt yrði það bara Byko.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Vertu hress.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Myndi sennilega missa geðheilsuna einn daginn ef ég myndi velja þennan valkost.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Örvarssaga Hafnfirðings.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Maður var ekki alvöru nema að skarta góðu skotti að aftan. Hef ekki séð það nýlega.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Klovn og Fóstbræðrum.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já að sjálfsögðu. Held að við sjómenn þekkjum það nú allflestir. Ekkert að því.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Gaman að sjá þig. Helvíti hafa árin farið illa með þig.

Hverju laugstu síðast?
Kannski nær að spyrja hvenær ég sagði satt síðast.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Loksins auðveld spurning. En Donald Trump er viðrini.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Það getur oft verið ansi líflegt á dekkinu þegar við hífum trollið, Ég hef líklegast öskrað síðast á einhvern dekkfélagann.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Hún Dilja Björk dóttir mín mætti fersk í heiminn. Það finnst mér afskaplega merkilegt.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Ég sé strax mest eftir að missa af Guns´n´Roses tónleikunum á Íslandi í sumar sökum sjómennsku. En ég sá þá tvisvar í fyrra, þannig að ég læt þetta slæda.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir sitt í hvoru lagi en frábærir saman?
Gin og tónik.

Hver er fyndnasta „pick-up“ línan sem þú hefur heyrt?
Ég get látið þér líða eins og ég hafi aldrei gert ÞAÐ áður.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Ég vann einn morgun í unglingavinnunni á sínum tíma. Vorum send upp á öskuhauga að týna rusl. Ég sagði upp í hádeginu.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Ég var alveg viss um að ég væri þrusu dansari. Veit betur í dag.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
15 ára klifraði ég upp sjö hæðir utan á blokk hérna í firðinum. Skil ekki enn hvernig ég fór að því. En þetta er kannski líka það heimskulegasta sem ég hef gert og hef ég gert margt heimskulegt.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Curling að sjálfsögðu.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Kolbein kaftein.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Ég hugsa að það hafi allir gott að því að taka einn túr á sjó og kynnast sjómennskunni.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Hjálpaðu þér sjálfur.

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?
Er sennilega algjörlega óætur.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
Hún spyr mig hvort ég eigi kúrekastígvél og mörgæsir hafa alltaf sótt mikið í mig. Annars held ég að á þessum tímapunkti sé ég líklegast með svakalegan tremma eða djúpt sokkinn í eiturlyf.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Að sjálfsögðu ekki. Myndi bjóða honum hreint handklæði og taka með honum kaffibolla þegar hann væri klæddur og klár.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Liffa og njóta..

Hvað er framundan um helgina?
Þetta verður fín helgi. Við komum í land í kvöld föstudag og svo verður vaknað snemma á laugardag. Klipping, hádegishittingur með skyldmennum og sjómannaball og almenn gleði um kvöldið. Sunnudagur er óráðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.