Fyrr í vikunni var brotist inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi. Þar ræður ríkjum gullsmiðurinn Óli Jóhann Daníelsson sem rekið hefur verslunina við góðan orðstír í áraraðir. Þjófanna er leitað, en líklegt er að þeir iðrist nú sárlega gjörða sinna eftir að tengdasonur Óla, Sævar Örn Hilmarsson, birti mynd og myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann óskar eftir ábendingum um innbrotið. Myndbandið sýnir að þjófarnir voru tveir og komu á vettvang í Toyota Rav-bifreið. Nafn Sævars Arnar hefur komið upp áður, þar sem hann hefur „gefið mönnum einn góðan að sjóarasið,“ en Sævar Örn er sonur athafnamannsins Hilmars Leifssonar.