Veganæs, vegan matsölustaður á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum) mun opna í næstu viku, en tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson deilir því á Facebooksíðu sinni að leyfið sé komið í hús.
Veganæs hefur loksins fengið starfsleyfi og stefnan er að opna fyrir viðskipti á næstu dögum um leið og Reykjavík Fringe Festival hefst. „Þvílík hamingja og spennufall,“segir Krummi á Facebook. „Eltu drauma þína undantekningarlaust og þeir munu rætast. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“
Eigendur staðarins ásamt Krumma eru kærasta hans, Linnea Hellström og Örn Tönsberg. Fjármögnun fyrir staðinn var á Karolinafund.