fbpx
Föstudagur 27.desember 2024

David og Alex giftu sig á Íslandi – „Blautt brúðkaup boðar hamingjusamt líf“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Graver, ritstjóri hönnunar- og lífsstílstímaritsins Cool Hunting, og unnusti hans, Alexandre Corda, yfirmaður og framkvæmdastjóri kynningarstofu Optimist Consulting, þurftu ekki að hugsa sig lengi um þegar þeir völdu stað fyrir brúðkaup sitt og tilheyrandi veislu: Ísland og stórkostleg landslag urðu fyrir valinu.

Á vefsíðu Vogue má sjá myndir frá ferð þeirra til landsins, brúðkaupinu og veislunni.

Parið hittist fyrst í Back Room á Manhattan í New York. „Þetta er svona staður þar sem þeir bjóða upp á áfengi í tebollum,“ segir Graver. „Ég fór og kynnti mig og Alex sneri sér við og gekk í burtu. Hann var ekki kominn út og var stressaður. En ég vissi strax á þeirri stundu sem ég sá hann að ég var ástfanginn.“

Corda sem var í starfsnámi í New York vildi hins vegar stækka vinahópinn fram yfir þann franska, þannig að hann og Graver fóru að verja meiri tíma saman. Djamm leiddi til myndaáhorfs og kvöldmatar og síðan í að vaka saman og spjalla þar til nýr dagur rís.

„Ekkert gerðist þó á milli okkar,“ segir Graver, „en þegar hann flutti aftur til París, flaug ég til að hitta hann þremur dögum seinna.“

Parið byrjaði formlega að deita á þakkargjörðinni árið 2009 og hafa síðan þá verið í fjarsamböndum frá New York til London, og New York til Genf.

Graver fór síðan að undirbúa bónorð. Hann hafði skuldbundið sig til að skrifa stutta sjálfsævisögulega sögu eða skáldaða, sem hann átti að senda til nokkur hundruð einstaklinga dag hvern í febrúarmánuði til að þjálfa sig í skriftunum. „Ég ákvað að nota þetta tækifæri og biðja hann að giftast mér.“

Á helgarferðalagi í Guadeloupe meðan Corda svaf, skrifaði Graver sögu þess dags. „Sagan var um Corda, það sem við höfum gengið í gegnum og hversu ástfanginn ég er af Alex. Í síðustu setningunni þá bið ég hann um að horfa á mig þegar hann er búinn að lesa.“

Graver sendi síðan textann til fólks, þar á meðal vina þeirra og ættingja. Corda fékk líka tölvupóst með sögunni og Graver sótti söguna í símann hans og setti síðan símann á flugstillingu. Næsta morgunn vöknuðu þeir og Graver sagði Corda að hann yrði að lesa söguna áður en þeir færu í gönguferð.

„Hann las, á einum tímapunkti hélt ég í hönd hans. Þegar hann var að verða búinn að lesa, stóð ég upp og sótti hringinn. Þegar hann var búinn að lesa og leit á mig, þá fór ég á hnén og bað hans.“

Corda sagði já og síðan þurftu þeir að fresta gönguferðinni sem áætluð var. „Þegar hann tók símann sinn af flugstillingu, þá biðu um 900 manns eftir að vita hvernig sagan endaði,“ segir Graver og hlær.

Síðan tók undirbúningur við. Þeir vildu vera á einum stað frá byrjum til enda, þannig að þeir þurftu hótel sem biði upp á að brúðkaup og veisla gæti verið á sama stað.

Þeir ákváðu að gifta sig borgaralega í New York og halda síðan til Íslands. Fjölskylda Corda kom frá París og gravers frá Bandaríkjunum og vinir frá London, Bali, Los Angeles, San Francisco, Connecticut, Florida,og fleiri stöðum. „Þetta snerist ekki um að velja stað mitt á milli allra, heldur stað sem gæti hentað sem frí fyrir alla.“

Borealis hótelið á Selfossi var góður valkostur, þar sem stórkostlegt umhverfi og landslag var kjörið svið fyrir brúðkaupið. Æfingakvöldverður var haldinn þar sem gestir drukku Moët og íslenskan bjór.

Daginn eftir hófst undirbúningur fyrir athöfnina sjálfa þar sem parið klæddist kjólfötum, sem voru í svipuðum stíl, en leyfðu þó persónuleika hvors um sig að skína í gegn, þeir klæddust eins skóm (eitthvað nýtt) og notuðu eins ermahnappa (eitthvað blátt). Til að halda í hefðirnar um eitthvað gamalt þá bar Graver hálsmen ömmu sinnar frá sjötta áratugnum undir skyrtunni og fékk lánað úr, hundrað ára afmælisútgáfu Cartier Tank Americaine.

Vinkona þeirra Caroline Blavet var veislustjóri og ávarpaði gesti bæði á ensku og frönsku og sagði sögu parsins. Vinur þeirra Will Cameron las síðan upp meirihlutaákvæði hæstaréttardómarans Anthony Kennedy í máli Obergefell v. Hodges, sem úrskurðaði að hjónaband samkynhneigðra væri heimilt í Bandaríkjunum.

Veislan hófst með kampavíni og íslenskum bjór og var eingöngu íslensk tónlist spiluð. Páll Ólafsson hjá Love Iceland sá um skipulagningu og blómaskreytingar voru frá Þórdísi Z. Eftir kvöldverð tók dansinn við og DJ Margeir sá um tónlistina með tilheyrandi laser „showi“ og reyk.

„Hann er sami dj og við dönsuðum við þegar við heimsóttum Ísland í fyrra skiptið á Gaypride. Hann er ekki vanur að spila í brúðkaupum, en samþykkti eftir að við höfðum sent honum hvaða tónlist okkur líkar við.“

Brúðkaupið og veislan fór fram í maí. „Sólin settist ekki,“ segir Graver og hlær, „það var bjart 22 tíma á sólarhring þegar við giftum okkur, en við kveiktum samt varðeld um morguninn. Til að vera hreinskilinn, það rigndi næstum allan tímann. En eins og við segjum í Frakklandi: „Blautt brúðkaup boðar hamingjusamt líf.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að Guardiola eigi eftir að taka við stærstu áskoruninni: ,,Risastórt fyrir hvaða þjálfara sem er“

Segir að Guardiola eigi eftir að taka við stærstu áskoruninni: ,,Risastórt fyrir hvaða þjálfara sem er“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fimmta serían verður gefin út ef félagið kemst upp um deild

Fimmta serían verður gefin út ef félagið kemst upp um deild
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svarar dóttur sinni sem lét allt flakka í nýju viðtali: Fyllibytta sem er aldrei til staðar – ,,Þú ert með símanúmerið mitt“

Svarar dóttur sinni sem lét allt flakka í nýju viðtali: Fyllibytta sem er aldrei til staðar – ,,Þú ert með símanúmerið mitt“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum
Harmleikurinn í Halifax
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu rauða spjald Duran gegn Newcastle – Sanngjörn niðurstaða?

Sjáðu rauða spjald Duran gegn Newcastle – Sanngjörn niðurstaða?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mættur aftur í þjálfun eftir sex ára pásu

Mættur aftur í þjálfun eftir sex ára pásu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka