fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Kanye West ætlaði að taka eigið líf

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanye West segir í nýlegu viðtali að hann hafi íhugað sjálfsvíg á árum áður og ræðir einnig gagnrýnina sem hann fékk eftir athugasemdir hans um þrælahald.

Rapparinn þekkti segist hafa haft áhyggjur af því að eiginkona hans, Kim Kardashian, myndi yfirgefa hann eftir að hann hélt því fram að þrælahald „hljómaði eins og val.“

Upphafslag nýjustu plötu West, Ye, ber titilinn I Thought About Killing You. Lagið inniheldur textabrotið „Today I thought about killing you, premeditated murder/I think about killing myself/And I, I love myself way more than I love you,“ eða „Í dag hugsaði ég um að drepa þig, af ásettu ráði, ég hugsa um að taka eigið líf, og ég elska mig meira en ég elska þig.“

Aðspurður um hvort textabrotið væri raunsæ lýsing á hans eigin hugsunum, svaraði hann The New York Times: „Já ég hef hugsað um að taka eigið líf. Það er alltaf valmöguleiki. Eins og Louis CK sagði: Ég fletti gegnum leiðarvísinn. Ég met alla möguleika.“

Hann bætir þó við: „Ég hugsaði það allt til enda. En ef að ég hefði ekki gert það, þá er meiri möguleiki á að ég hefði látið verða af því.“

West hefur áður sagt frá því að hann hafi verið greindur með geðhvarfasýki.

Athugasemdir West um þrælahald komu fram í viðtali hans við vefsíðuna TMZ. „Þegar þú heyrir að þrælahald hafi staðið yfir í 400 ár, 400 ár? Það hljómar eins og val,“ segir hann. Eftir viðtalið fékk hann á sig mikla gagnrýni og segist haga rætt það við fjölskyldumeðlimi hvort að Kim hygðist fara frá honum. „Ég lærði svo margt. Ég lærði um hvað felst í orðinu þræll, ég hugsaði ekki um það í þeirri merkingu,“ segir West og segist aldrei haft sagt að þrælahald væri val.

„Ég sagði að það að vera fastur í einhverju í 400 ár hljómaði, hljómaði eins og val, fyrir mér. Ég sagði aldrei að þrælahald sem slíkt, að vera hlekkjaður í keðjum, væri val.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.