Í nýrri bók um ævi Carrie Fisher er því haldið fram að hún hafi átt í ástarsamböndum við Davið Bowie og Freddie Mercury þegar hún var sautján ára gömul. Leikkonan var á þeim tíma stödd í London í námi við leiklistarskólann Royal Central School of Speech and Drama. Rithöfundarnir Darwin Porter og Danforth Prince halda þessu fram í nýrri bók um leikkonuna þekktu sem lést árið 2016 nokkrum dögum eftir að hún fékk hjartafáfall.
Fisher mun hafa hitt rokkgoðsagnirnar báðar fyrir tilstilli forsprakka Rolling Stones Mick Jagger og konu hans Bianca, eftir að móðir Fisher, Debbie Reynolds, bauð henni með í eitt af A-lista boðum Jagger hjónanna.
Bowie hafði gert heiminn betri fyrir „uppreisnarmenn, utangarðsmenn og furðufugla eins og mig,“ er sagt að Fisher hafi trúað, en Bowie var á þessum tíma giftur Angie Barnett. Porter tók viðtal við Joan Hackett, vinkonu Fisher, áður en hún lést árið 1983 og koma sögurnar um þessi ástarsambönd Fisher þaðan. „Sumar nætur voru helvíti fyrir hann þegar hann sökk í kókaínneyslu, hann var vondur, afbrýðisamur, óvæginn. Á öðrum tímum hafði hann betur en djöflar hans og var góður og blíður, vantaði ást og gaf af sér ást.“
„Ég er dáður af milljónum aðdáenda, en stundum finnst mér ég vera einn á kletti sem er að gefa sig undan mér,“ sagði Bowie við Fisher. Porter segir Fisher vera hreinskilna í endurminningum sínum, en ekki hafa sagt frá dvöl sinni í London og ekki hafi verið sagt frá þessum ástarsamböndum hennar áður.
Mercury átti í langtímasambandi við Mary Austin, en seint á áttunda áratugnum viðurkenndi hann að hafa átt í sambandi við karlmann, yfirmann hjá Elektra plötufyrirtækinu og batt enda á sambandið við Austin. Á meðan á sambandi þeirra stóð, átti Mercury í sambandi við Fisher og segja höfundar bókarinnar: „Til viðbótar við fjöldamarga drengi og unga karlmenn, þá táldróg Mercury einnig af og til ungar konur. Fisher sagði að hún vildi ekki koma upp á milli sambands hans við Austin, en Mercury vísaði áhyggjum hennar á bug. „Karlmaður eins og ég þarf auka.“
Fisher átti einnig í ástarsambandi við Star Wars meðleikara sinn, Harrison Ford. Hún giftist söngvaranum Paul Simon, en seinni eiginmaður hennar, Bryan Lourd yfirgaf hana og tók saman við karlmann. Áttu þau saman dótturina, Billie Lourd, sem komið hefur fram í Star Wars myndunum.