Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Inga Auðbjörg Straumland, athafnastjóri hjá Siðmennt, eignuðust sitt fyrsta barn þann 6. júní síðastliðinn. Gullfallegur drengur kom í heiminn sem er enn í svolítilli nafnaleit að sögn foreldra. Tíu dögum síðar tók Inga sér örstutt frí frá móðurhlutverkinu og fór í Hörpu þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Við óskum nýbökuðum foreldrum innilega til hamingju með nýja hlutverkið.
Inga Auðbjörg og Helgi Hrafn giftu sig í júlí 2016, en Inga Auðbjörg bað Helga Hrafns og vakti bónorðið mikla athygli. Bónorðið átti sér stað í Rieneck-skátakastalanum í Þýskalandi og fékk Inga Auðbjörg yfir hundrað manns til þess að taka þátt í svokallaðri „flash mob“ en það er enska heitið á stórum hópi fólks sem gerir eitthvað óvænt meðal almennings.