Söngvarinn Raggi Bjarna hefur fylgt þjóðinni í fjölda ára og er einn af okkar ástsælustu söngvurum. Raggi á fjölmarga aðdáendur á öllum aldri og einn sá dyggasti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla, sem haldið hefur upp á Ragga frá barnæsku.
Það voru því hæg heimatökin fyrir Sigurborgu Geirdal, eiginkonu Valdimars, að velja gjöf í tilefni af eins árs brúðkaupsafmæli þeirra: myndir af þeim félögum og bréf frá Ragga. Í bréfinu skrifar hann meðal annars: „Valdimar minn, takk fyrir alla vináttuna í gegnum árin. Það var mjög gott að vita alltaf af þér með mér. Þinn vinur, Raggi Bjarna.