Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Miðflokksins og fyrrverandi ráðherra, átti stórafmæli nýlega, en hann varð fimmtugur 9. júní síðastliðinn.
Getgátur hafa verið um að hann og fyrrverandi aðstoðarkona hans, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, væru par, en hvorugt hefur viljað gefa það upp opinberlega.
Ljóst er af afmæliskveðju Sunnu til Gunnars að þau eru í sambandi:
„Þessi allra besti félagi á afmæli í dag og er kominn á sextugsaldurinn! […] Kærastinn mun byrja afmælisdaginn í brönsh á vel völdum stað […] Ég er svo frábærlega þakklát fyrir að hafa átt svona traustan vin í mínu lífi í næstum áratug og við teljum áfram árin á aðeins öðrum forsendum en áður sem eru alls ekki síðri,“ skrifar Sunna meðal annars og skellir hjarta á kveðjuna. Ljóst er að óska má turtildúfunum opinberlega til hamingju með hvort annað og ástina.