Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi eignaðist nýlega sitt fimmta barn, með kærustunni Fanneyju Söndru Albertsdóttur.
Myndarlegur drengur kom í heiminn þann 1. júní síðastliðinn og er hann fyrsta barn Fanneyjar, en það fimmta hjá Garðari, sem á fyrir þrjá syni og eina dóttur. Þau eru aldrinum 2–16 ára.
15 ára aldursmunur er á hinum nýbökuðu foreldrum, Fanney er nýorðin tvítug, en Garðar er 35 ára. Til gamans má geta þess að Fanney, sem var valin Miss Talent Iceland í Ungfrú Ísland árið 2017, er elsta dóttir Sigrúnar Elisabethar og Alberts, sem eiga 10 börn saman, fyrir átti Albert þrjú börn. Gæti því barnahópurinn hjá Garðari og Fanneyju stækkað enn frekar.