Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um hvers virði það er að við stöndum með okkur sjálfum
Fórstu ekki í ræktina í dag?
Heldur ekki í gær?
Fórstu kannski síðast þegar sól skein í Reykjavík?
Enginn tími?
Of mikið að gera?
Bíllinn bilaður?
Pungbindið skítugt?
Hækkaðu núna vel í kasettutækinu í hausnum og hlustaðu á sögustundina sem er í gangi.
„Ég hef ekki tíma til að æfa.“
„Ég er ekki í nógu góðu formi til að spranga um ræktarsal.“
„Ég kemst ekki í ræktina.“
Prófaðu síðan að skipta um kassettu.
„Hvernig get ég komið fyrir einhverri hreyfingu í dag.“
„Ég er nógu góður til að labba inn í líkamsrækt.“
„Hvar get ég forgangsraðað æfingu í daginn minn.“
Að mæta á staðinn er 90% af velgengni.
En að trúa því að þú sért þess virði er 100% af velgengni.
Þess virði að standa með sjálfum þér.
Þess virði að taka ákvarðanir sem eru þér í hag.
Þess virði að setja sjálfa/n þig í forgang.
Að þitt besta í hvert skipti sé nógu gott.
Ef þú sinnir sjálfinu verðurðu betur í stakk búin/n að sinna öðrum sviðum í lífinu.