fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025

Ragga nagli: „Vertu eins árs í dag. Kysstu spegilinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. júní 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um af hverju við hættum að elska spegilmynd okkar.

Þegar ég verð stór þá vil ég hata líkamann minn.  Byrja daginn á að klípa í húðflygsur og forðast spegla það sem eftir lifir dags. Þegar ég verð fullorðin langar mig að missa svefn yfir hvað náunganum finnst um rassinn á mér. Í framtíðinni vil ég vera með þráhyggju yfir hverju einasta atómi af mat sem ég læt upp í mig.

Ég vil eyða mörgum árum í samviskubit yfir öllum skiptunum sem ég borðaði einni pönnuköku of mikið.

Ég vil eyða sem mestri orku og tíma í tilfinningalegt gubb yfir glúteini, laktósa, kílóum, appelsínuhúð og buxnastærð… sagði enginn aldrei.

Ímyndaðu þér ef barnið þitt hefði þessa framtíðarsýn.

Þú myndir tapa glórunni af áhyggjum af barninu.
Reyta hárið. Missa svefn. Poppa kvíðastillandi.

En því miður er þetta blákaldur veruleiki margra komna á meðalaldurinn.

Ef þú fylgist með eins árs gömlu barni skakklappast að spegli. Kyssa spegilinn blautum slefuðum kossum.
Ajax brúsinn fer á loft hjá mömmunni til að þurrka burt kámug fingraförin.

Við gerðum þetta öll sem börn.
En af hverju hættum við?

Hvenær byrjum við að reisa níðstöng um spegilmyndina.

Vertu eins árs í dag. Kysstu spegilinn. Skítt með Ajaxið. Leyfðu kossinum að vera sem tákngerving um nýja tíma. Héðan í frá ætlarðu að elska og virða spegilmyndina.
Þú ætlar að gefa henni fimmu.
Segja fallega hluti um manneskjuna sem starir á móti þér.

„Þarna er ég. Ég er æði. Ég er falleg og ég er nóg.“

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Leggja til 71 milljarðs króna sparnað í rekstri ríkisins

Leggja til 71 milljarðs króna sparnað í rekstri ríkisins
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Lykilmaður sást ekki á æfingu í dag

Áfall fyrir Liverpool – Lykilmaður sást ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tölfræði Rasmus Hojlund í síðustu átján leikjum er hörmuleg

Tölfræði Rasmus Hojlund í síðustu átján leikjum er hörmuleg
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona var fyrsti dagur danska framherjans í Kópavogi – Gekkst undir læknisskoðun áður en skrifað var undir

Svona var fyrsti dagur danska framherjans í Kópavogi – Gekkst undir læknisskoðun áður en skrifað var undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Búist við að tíu leikmenn fari frá United í sumar – Þessir fimm fara pottþétt

Búist við að tíu leikmenn fari frá United í sumar – Þessir fimm fara pottþétt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim vill nýjan markvörð en Onana ætlar ekki að fara neitt

Amorim vill nýjan markvörð en Onana ætlar ekki að fara neitt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.