fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ragga nagli: „Þú getur aldrei stjórnað því hvað aðrir hugsa um þig“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um af hverju við förum á æfingu.

Ekki fara á æfingu til að verða einhvers virði.
Til að troða þér með skóhorni í staðlað útlitsform.
Slefandi á skíðavél til að passa í brók númeri minna.

Farðu á æfingu af því þú ert þess virði.
Til að heiðra líkamann þinn.
Til að fagna því að geta brúkað líkamann þegar þú vilt eins og þú vilt.

Þú getur aldrei stjórnað því hvað aðrir hugsa um þig.
Hvað aðrir segja um þig.

Það verða alltaf þeir sem hafa álit á útliti þínu.
Þeirra neikvæðni segir yfirleitt meira um þeirra innra líf en þitt útlit.

Of vöðvuð. Of grönn. Of feit. Of lítill rass. Of þykk læri.

Í stað þess að eyða okkar örfáu árum á plánetunni Jörð í svefnlausar nætur og útgrátinn kodda yfir hvað einhverjum krepptum tám í úthverfum finnst um rassinn á okkur.

Hvernig væri að eyða þeirri orku frekar í að elska sjálfan þig og heiðra líkamann með að rífa í járn.

Þinn líkami er þitt einkamál.
Hann er þinn bústaður. Öryggið þitt.
Eina manneskjan sem má hafa skoðun á honum ert þú.

Ef þú værir staddur aleinn á eyðieyju og álit annars fólks skyndilega ekki til staðar, myndirðu fara á æfingu til að grennast eða myndirðu fara til að heiðra líkamann þinn?

Við myndum samt alltaf flexa bísepinn því það er valdeflandi skammtur af sjálfstrausti beint í æð.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.