fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025

Myndband: Madonna ríkir með óvæntu atriði á Met Gala

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. maí 2018 18:30

Madonna á sviði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þema Met Gala sýningarinnar í ár var „Himneskir líkamar: Tíska og hin kaþólska ímyndun,“ og Madonna var sú eina sem gerði því fullkomlega skil þegar hún steig á svið með óvænt atriði.

Madonna hefur aldrei verið feimin við að nota trúarlegar tilvísanir í lögum sínum og myndböndum og fyrr um kvöldið mætti hún stórglæsileg á rauða dregilinn í svörtum kjól frá Jean Paul Gaultier með slæðu yfir andlitinu sem haldið var saman af skreyttum krossum og rósum. Ljóst hárið var skipt í miðju og í tveimur fléttum.

Eftir kvöldverðinn skipti Madonna um klæðnað og birtist í klaustursskikkju þar sem hún gekk inn við tóna kirkjuklukkna. Það var vel við hæfi að hefja flutninginn á Like a Prayer og enda með Hallelujah. Madonna lauk kvöldinu með því að ganga í gegnum mannfjöldann og svífa yfir gestunum, Madonna er drottning poppsins svo sannarlega.

Lestu einnig: Met Gala flottustu flíkurnar á dreglinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.