Madonna hefur aldrei verið feimin við að nota trúarlegar tilvísanir í lögum sínum og myndböndum og fyrr um kvöldið mætti hún stórglæsileg á rauða dregilinn í svörtum kjól frá Jean Paul Gaultier með slæðu yfir andlitinu sem haldið var saman af skreyttum krossum og rósum. Ljóst hárið var skipt í miðju og í tveimur fléttum.
Eftir kvöldverðinn skipti Madonna um klæðnað og birtist í klaustursskikkju þar sem hún gekk inn við tóna kirkjuklukkna. Það var vel við hæfi að hefja flutninginn á Like a Prayer og enda með Hallelujah. Madonna lauk kvöldinu með því að ganga í gegnum mannfjöldann og svífa yfir gestunum, Madonna er drottning poppsins svo sannarlega.
Lestu einnig: Met Gala flottustu flíkurnar á dreglinum