fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ragga nagli: „Við getum orðið okkar eigin útgáfa af henni eða honum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. maí 2018 15:00

Mynd: Andrea Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðþar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um að að enginn er með ´etta frekar en annar.

Þú þekkir hana.
Þessa á instagram með kviðvöðvana. Þú hefur screenshottað myndir af henni til að eiga sem hvatningu fyrir erfiðu dagana.
Hún er taugaskurðlæknir.
Með fjallahjóladellu.
Alltaf í níðþröngum Under Armour spandex að skutla ljóshærðum krullukollum í skólann. Og fiðlutíma. Og söng. Og ballet.
Með litaskipt túlípanabeð í vel hirtum garðinum.
Grasflötin eins og golfvöllur.
Instagram póstar af grænkálsdjúsum og jógamottum.
Facebook myndir af Arnarnesinu tveimur og hálfu barni, hundi og flunkunýjum Range Rover.
Snapchat af maraþonundirbúningi.
Niðurrignd eftir tuttugu kílómetra á Reykjanesbrautinni

Myllumerkið #hressandi #þúgeturþetta

Þú ert í joggingbuxum af kallinum af því það er eina sem passar akkúrat núna.
Þarft að skúbba til gömlu bananahýði til að koma barnastólnum fyrir í aftursætinu.
Sem er loðið af hundahárum.
Og það er barnaæla á öxlinni á þér.
Þú fórst síðast í jógatíma á tíunda áratugnum.

Myllumerkin þín eru #lifiégdaginnaf#erutilhreinarnærbuxur

Af hverju er „hún“ með’etta en ekki þú ?

En sannleikurinn er að hún er ekki með’etta.
Hún er líka berskjölduð og viðkvæm.
Að skúbba í sig heilli dós af Nutella með puttunum bak við hurð eftir erfiðan vinnudag.
Ein með hvítvín og sígó í myrkri að hlusta á Kenny G eftir rifrildi við makann.

Skælandi yfir The Crown: „Af hverju líkaði mömmu alltaf betur við systur mína. Ég er aldrei nógu góð.“

Á gamalli Sloggi nærbrók girt yfir nafla með kökk í hálsinum að vigta sig inni á óskúruðu baðherbergi.
Engin barnaolía, fótósjoppfilter eða ljósmyndari í augsýn.

Það skiptir ekki máli hvort þú ert með fölsk augnhár, vogskorinn kvið, grjótharðan kúlurass.
Hvort þú rífir reglulega í galvaníserað járn eða hoppir yfir kassa eða hlaupir á milli bæjarfélaga.

Það virðist vera sem allir hinir valhoppi í glimmerstráðri gangstétt alla ævi.
Allavega selja samfélagsmiðlar okkur þá tálsýn.
Pistlar um bikiníæfingar, spínatsmúðinga og spírúlína detox sjeika.

Við erum öll ófullkomin, rytjuleg, með bauga, hrukkur, inngrónar táneglur, stíflað klósett og grenjandi krakka.
Með óstraujaðan þvott, órakaða handarkrika og loðna fótleggi.

Og ást á hráu kökudeigi og rækjusalatsamloku frá Sóma.

Ef við hættum að velta okkur upp úr að vera ekki nógu fitt, nógu klár, nógu skemmtileg, nógu falleg, nógu góð móðir.

Að ná ekki að gera nóg yfir daginn, æfa ekki nóg, hlaupa ekki nóg, teygja ekki nóg, borða ekki nógu hollt.

Prófaðu að finna nýja fyrirmynd í kjötheimum.
Mömmuna í næsta húsi sem er skítug úti í sandkassa. Kennarinn í skólanum sem stendur í lappirnar 8 tíma á dag. Póstburðarkonan sem er ómáluð að þramma hverfið.

Við getum orðið okkar eigin útgáfa af „henni“ eða „honum.“

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.