fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025

Odee sýnir á sér hina hliðina: „Þú ert hvítasti maður sem ég hef kynnst“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 27. maí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee, hefur jafnan í nógu að snúast. Auk állistaverkanna, hannaði hann nýlega umbúðir utan um bjór WOW air og fleiri verkefni eru í vinnslu sem líta munu dagsins ljós fyrr en varir. Odee sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
„Fukk…“

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
„Þú ert hvítasti maður sem ég hef kynnst.“

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
„Ég hef hellt mjólk korter yfir miðnætti.“

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
„Það eru kannski þrjár sem koma til greina; Home Alone, There Will be Blood eða Step Brothers.“

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
„Smekkbuxur og Stussi peysur.“

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
„Nautaat á Spáni.“

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
„Sælgætið djúpur eru fallbeygt eins og kúlur, ein djúpa… margar djúpur.“

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
„Veip.“

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hafir gert af þér?
„Listrænan gjörning.“

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?
„Gerfi skjaldbökukjöt í dós, búið til úr lambakjöti.“

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
„Ríkharð úr Ríkharður og Marteinn (Rick and Morty)!“

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
„Setja takmarkið hátt og ekki hætta fyrr en maður kemst þangað.“

Facebooksíða Odee. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfa strax á aðra stórstjörnu eftir höfnun frá Salah

Horfa strax á aðra stórstjörnu eftir höfnun frá Salah

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.