Það er hægt að fylgjast með Telmu á Snapchat: fitubrennsla, þar sem hún brallar og mallar í eldhúsinu á milli þess sem hún æfir sjálf af fullum krafti, þjálfar og hjálpar fólki með að ná tökum á heilbrigðum lífsstíl.
Saltaðar súkkulaðitrufflur
Döðlumauk = 200 gr döðlur og ¾ bolli vatn og þeyta að mauki
1 bolli af döðlumauki
30 g möndlumjöl
20 g kókosmjöl
1/4 bolli kakóduft
Ögn af salti
Blandið öllu saman og klessið niður á bökunarpappír
Gott að bleyta puttana til að festast ekki við
Frystið
Takið út og skerið í bita
Bræðið súkkulaði og hellið yfir
Geymið í frysti
Brownie-terta
1/2 banani
1 avocado
1 bolli kasjúhnetur
1/3 bolli hlynsíróp eða fiber síróp
3 msk. kakóduft
1/2 tsk. matarsodi
Súkkulaðibitar að eigin vali
Þeytið saman banana og avocado
Bætið við sírópi, kakódufti og matarsóda
Hrærið svo súkkulaðibitum saman við
Setjið deigið í form og bakið í 10–15 mínútur, fylgist vel með
Látið kólna áður en súkkulaðið er sett ofan á
Súkkulaði
1 ½ msk. kókosolía, fljótandi
1 msk. kakóduft
1 msk. fiber síróp
Blandið öllu vel saman og hellið yfir kökuna
Það má líka setja þessa uppskrift í ferkantað form og gera litla bita.
Fylgjast má með Telmu á heimasíðu hennar, Facebook og Instagram.