fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Emilia Clarke valdi rómantíkina fram yfir Solo: Sleppti frumsýningu til að horfa á konunglega brúðkaupið

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 22. maí 2018 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Emilia Clarke lét ekkert koma í veg fyrir að fylgjast með konunglega brúðkaupinu sem fór fram síðustu helgi, þar á meðal hátíðarfrumsýningu á nýjustu kvikmynd hennar, Solo. Þetta kemur fram í spjallþætti Jimmy Fallon og slógu þau á létta strengi þegar rætt var um brúðkaupið og ættingjana sem hún skildi eftir við frumsýninguna.

Game of Thrones-leikkonan sagðist ekki hafa fengið boð í brúðkaupið sjálft en vildi hún ómögulega missa af athöfninni. „Við vorum með frumsýningu á Star Wars myndinni sem ég leik í og vinum og fjölskyldumeðlimum var boðið. Ég ruglaði saman dögum og áttaði mig ekki á því að þetta væri á sama tíma og brúðkaupið,“ segir hún.
„Reyndar bjóst ég ekki við því að neinn frá mér myndi mæta, en annað kom í ljós. Fjölskylda mín horfði á myndina og ég horfði á brúðkaupið.“

Clarke segist hafa notið athafnarinnar en vonaðist til þess að eitthvað meira kæmi upp á eða færi úrskeiðis. „Það datt enginn einu sinni,“ segir hún. „Þetta var aðeins of fullkominn dagur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.