Um var að ræða frétt Morgunblaðsins um nýja vefgátt Íslenskrar erfðagreiningar, arfgerð.is. Á henni er hægt að skrá sig inn til þess að komast að því hvort einstaklingurinn beri erfðabreytuna BRCA2 genið sem eykur líkur á krabbameini.
Bjarney er sjálf arfberi og fór í fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerð, en bæði móðir og amma hennar létust úr krabbameini sem tengja má beint við stökkbreytingu í BRCA 2-geninu. Hefur Bjarney tjáð sig margoft opinberlega um reynslu sína, öðrum til fræðslu og stuðnings.
Vinir hennar höfðu gaman af þessum mistökum og fljótlega kom í ljós að nokkrir vina hennar þekktu til hinnar „röngu“ Bjarneyjar, voru þær kynntar í athugasemdum við stöðufærsluna og hlógu dátt, eins og aðrir að þessum mistökum.