Margrét Friðriksdóttir athafnakona hefur að eigin sögn fengið nóg af DV og í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið spyr hún sjálfa sig hvort hún eigi að lesa og deila fréttum af miðlinum meira. Skrifar hún athugasemd undir frétt DV um að Tommy Robinson kom ekki til landsins í gær, fimmtudag, eins og til stóð. Fréttinni var deilt í hópinn af blaðamanni DV og skrifar Margrét undir og spyr sjálfa sig: „Er Bjartmar tekin til starfa hjá DV, ef svo er mun ég aldrei lesa eða deila fréttum frá þessum snepli meir!“
Síðar um daginn tók hún athugasemd sína út og setti inn nýja í svipuðum dúr þar sem hún sagðist ekki vilja sjá þetta myndband eða neitt eftir hann Bjartmar og myndi svo ekki opna þennan DV sorasnepil meir.
Það er rétt að Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson er nýtekinn til starfa hjá miðlinum og Margrét hefur komið í viðtöl hjá DV. Okkur þykir leitt að sjá hana hverfa á braut og vonumst til að henni snúist hugur og verði dyggur lesandi aftur.