Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Í Evrópu sást nýlega til:
Baltasar Kormákur hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sína, en síðasta mynd hans sem sló í gegn hér heima var Eiðurinn. Stórmynd hans, Adrift, verður frumsýnd 1. júní næstkomandi, en í henni leika Shailene Woodley og Sam Claflin. Frí í London var því kærkomið fyrir leikstjórann vinsæla, en hann var nýlega í Selfridges í London að endurnýja fataskápinn.