fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Matti Matt sýnir á sér hina hliðina: „Ég er í grunninn félagsfælinn“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Matthías Matthíasson, betur þekktur sem Matti Matt, hefur komið víða við á tónlistarferlinum. Hann hefur gert það gott með hljómsveitum eins og Dúndurfréttum, Pöpum, Vinum sjonna og Reggae on Tice ásamt því að koma fram í ótal tónleikasýningum. Matti sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Something með Beatles.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Fjármálalæsi og lífsleikni. Kunna samskipti og vita hvar á að skila skattaskýrslunni og hvernig.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé gríðarleg félagsvera, þegar ég er í raun í grunninn félagsfælinn.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Svitaband á höfðinu sem tískuklæðnaður.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Ég get alltaf hlegið að Homer Simpson.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að Freddie Mercury sé besti rokksöngvari og lagahöfundur allra tíma.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Það er mjög margt hér heima til dæmis James Brown-tónleikar, Muse-tónleikar, kristnitakan og margt fleira. Erlendis að hafa aldrei séð Freddie Mercury á sviði.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Þurrka svitann úr ljósabekkjum eftir að fólk er búið að baka sig þar í lengri tíma.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Ég er að verða góðvinur Vargsins án þess að hann hafi hugmynd um það.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Ætli það sé ekki internetið, en svona nær mér þá eru það strákarnir mínir.

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
Hefurðu heyrt um minkabúið sem minnkaði og minnkaði þangað til það var búið.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
Að keyra bíl, við verðum öll farþegar í sjálfkeyrandi farartækjum.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Forrest Gump. Ég er nú þegar farinn að humma Bubba Gump Shrimps-lagið í hausnum á mér og epíska lagið Run Forrest Run.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Homer Simpson.

Hvað er framundan um helgina?
Spilerí og fimmtugsafmæli mágkonu minnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.