fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025

Hvað segir mamma? Pétur Örn er hjartahlýr og örlátur

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn, gítar- og hljómborðsleikarinn Pétur Örn Guðmundsson er alinn upp á miklu tónlistarheimili og hefur komið víða við á tónlistarsviðinu, bæði í hljómsveitum, Eurovision, tónleikum og sýningum. Framundan eru tónleikar með hljómsveitinni Dúndurfréttum.

DV heyrði í móður Péturs Arnar, kennaranum Olgu Clausen, og spurði: Hvað segir mamma um soninn?

„Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talað er um Pétur minn er kærleikur, fjölskylda og tónlist. Hann var ekki orðinn tveggja ára þegar hann bað okkur um að spila fyrir sig helstu rokkstjörnur ársins 1973. Hann beygðist snemma krókurinn. Hann bað okkur foreldrana að spila „hvisshviss“ og átti þá við Thick As A Brick með Jethro Tull og svo „klukkurnar“ sem var Dark Side Of The Moon, Pink Floyd. Hann skynjaði snemma hljóðheim á annan hátt en jafnaldrar hans. Hann var alinn upp við mikla tónlist, kominn af tónlistarfólki í báðar ættir og pabbinn tónlistarmaður. Hann vildi stundum fara sínar eigin leiðir og  hræddi úr foreldrunum líftóruna með uppátækjum eins og þeim að læðast út eftir að búið var að lesa fyrir hann og svæfa, eða það héldum við. Hann settist á þríhjólið sitt og hjólaði á náttfötunum yfir Ölfusárbrú til að heimsækja ömmu sína og afa. Hann er mikill dýravinur og elskar kettina sína heitt. Reyndar missti hann Snældu sína á miðvikudag og er í sorg. Hann hefur ásamt systrum sínum, Söru og Rakel, iðulega grætt mömmu sína með stórum gjöfum eins og tónleikamiðum eða utanlandsferðum. Við erum miklir vinir og hann er svolítill mömmustrákur.“


Pétur Örn ásamt foreldrum sínum, Guðmundi Benediktssyni og Olgu Clausen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: ÍBV með góðan sigur við slæmar aðstæður

Besta deildin: ÍBV með góðan sigur við slæmar aðstæður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Undirbúa sig fyrir klikkaðan glugga í sumar – Allt að tíu sendir burt

Undirbúa sig fyrir klikkaðan glugga í sumar – Allt að tíu sendir burt
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skírði son sinn í höfuðið á fyrrum leikmanni United sem lést eftir baráttu við krabbamein

Skírði son sinn í höfuðið á fyrrum leikmanni United sem lést eftir baráttu við krabbamein
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði