Var þetta opinberað á Facebook-síðu Jónu þann 9. maí. Jóna og Úlfur eiga fyrir þrjár dætur og voru því fastlega búin að gera ráð fyrir að stúlkubarn yrði raunin nú. Þau höfðu komið sér saman um nafnið Evrópa Von (Evrópa Ósk eða Evrópa Merkel til vara) enda eru þau bæði miklir Evrópusambandssinnar. En þá fékk fjölskyldan þær fregnir að drengur væri á leiðinni og vandaðist þá málið. Konráð Adam, í höfuðið á Conrad Adenauer Þýskalandskanslara, kemur til greina en Jóna og Úlfur leita nú eftir fleiri Evrópusinnuðum hugmyndum.