Í sumar mun hann starfa sem flugþjónn hjá Icelandair og að öllum líkindum skella í nokkur Júlladiskó milli þess sem hann hefur sig til flugs. Önnur lönd eru þó ekki einu ævintýrin sem Júlli mun lenda í í sumar, því hann á von á barni með sambýliskonu sinni, Sigurbjörgu Hjálmarsdóttur tónlistarkennara. Júlli á fyrir dótturina Júlíu Hrönn sem er átta ára.