Fyrrverandi forsetafrú Íslands og athafnakonan, Dorrit Moussaieff, lét sig ekki vanta á Met Gala-kvöldinu nú á dögunum, eins sjá má í myndasafni tímaritsins Vogue. Kvöldið áður hafði Dorrit verið gestgjafi í veislu í New York á vegum húðvörumerkisins Bioeffect og var því stutt á milli herlegheita.
Fyrsta mánudaginn í maí, ár hvert, mæta stærstu stjörnur og færustu hönnuðir heims við Metropolitan Museum of Modern Art-safnið í New York. Netmiðill Vogue birti fjörutíu myndir frá kvöldinu í albúmi merktu ljósmyndaranum Daniel Arnold og smellti hann af einni góðri mynd af fyrrverandi forsetafrúnni þar sem blasir við snjallsími á lofti, kátur svipur og neðangreint spaug á símahulstri hennar:
Hér eru fleiri ljósmyndir frá Daniel Arnold.