fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Ragga nagli: „Gefðu þér tíma til að búa til nýjar heilsuvenjur sem haldast út lífið“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að við finnum mataræðið sem hentar okkur hverju fyrir sig.

Hvort sem þú klárar háskólagráðu á fjórum árum eða sjö árum er samt alltaf sami innrammaði heiðurspappírinn á veggnum.
Flúnkuný Tesla í bílskúrnum þegar þú ert fimmtugur eða sjötugur er alltaf sama blikkdósin úr smiðju Elon Musk.
Að plokka tíu kíló af smjöri af skrokknum á þremur mánuðum eða tólf mánuðum eru sömu tíuþúsund grömmin.

Ekki láta neinn troða upp á þig að árangur þurfi að gerast á hraða örbylgjunnar.

Á hverjum degi dynja á okkur myndir af hálfnöktum skrokkum íklæddum baðfatnaði sem hafa plokkað mör á ársfjórðungi.

En við fáum ekki að sjá myndir af þeim ári síðar.
Eða fimm árum seinna.

Oftar en ekki er skjótur árangur líka skammgóður vermir.

Eins og að pissa í skóinn sinn.

Það tók þig ekki bara tólf vikur að tileinka þér óheilsusamlegar venjur.
Líkaminn var heldur ekki tólf vikur að safna aukaforða í formi líkamsfitu.

Gefðu þér tíma til að búa til nýjar heilsuvenjur sem haldast út lífið.
Leyfðu þér að mistakast, læra, pirrast.
Leyfðu þér að detta niður og standa upp. Aftur og aftur og aftur.

Leyfðu fitutapi að vera dásamlega aukaverkun af þessu lærdómsferli á hraða sem líkaminn er sáttur við.

Oftar en ekki er það mun lengri tími en hinar magísku tólf vikur.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.