fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Ragga nagli: „Við gúffum 700 grömmum án þess að blikka auga“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. apríl 2018 15:00

Mynd: Andrea Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um „Laugardagsnammið“ sem við leyfum okkur svo mörg og hvort að það er skynsamlegt að borða aðeins sælgæti einn dag í viku.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Laugardagur rennur upp bjartur og fagur með fimmtíu prósent afslátt í Nammilandinu.

Það er merkilegt hvernig hugtakið nammidagur hefur kennt okkur að umgangast sælgæti.

Við borðum núll nammi mánudag til föstudags.
En við gúffum 700 grömmum án þess að blikka auga, jafnvel á innan við korteri.
Af því það er laugardagur.

Klárum auðvitað hvert atóm úr pokanum.
Við viljum alls ekki að hann þvælist fyrir okkur á morgun.
Þegar það er núll nammi í boði.

Ætli það væri ekki mannúðlegra fyrir kerfið í okkur að splitta þessum 700 grömmum yfir á 7 daga.

Að meltingin og þarmaflóran þurfi bara að ferla og vinna úr 100 grömmum af sælgæti á dag.

Frekar en stútfullum poka á þriðjung úr klukkutíma.

Það má nefnilega alveg borða nammi á hinum vikudögunum líka.
Ef við gerum það þá komum við oft í veg fyrir taumlaust súkkulaðiát um helgar. Snakkát sem fer úr böndunum.

Um leið og við förum að umgangast ákveðna fæðuflokka á annan hátt en aðra með því að eyrnamerkja ákveðna daga eða kringumstæður í neyslu þeirra þá öðlast þeir vald yfir okkur og við munum alltaf borða yfir okkur þegar transfitur og sykursnúðar koma inn í lögsögu munnvikanna.

Líkaminn veit ekkert hvort það sé þriðjudagur eða laugardagur.

Hann veit heldur ekkert um afsláttartilboð kjörbúða.

Hann veit bara hversu mikið við borðum á einum sólarhring.

Það er ekki gaman að drattast með Samma samviskubit inn í nýja viku enn eina ferðina eftir hömlulaust helgarát.

Ef sælgætið er alltaf í boði er engin ástæða til að ryksuga það inn meðvitundarlaust og klára pokann og liggja svo í læstri hliðarlegu og hringja í mömmu.

Ef það er í boði hinn og hinn og hinn þá hættir það að vera merkilegt.
Það hefur enginn borðað yfir sig af brokkolí, enda er það í boði alla daga vikunnar.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.